Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.11. Fleiri konur í sveitarstjórnir

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Herdís Sólborg Haraldsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu
                      [email protected]

Fréttir

27.01.22 Aðgerðin var sett fram í byggðaáætlun fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Eftir kosningar urðu konur 47% sveitarstjórnarfólks og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Í ljósi þess árangurs var það mat forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofu að framkvæma verkefnið ekki óbreytt heldur vinna með tillögur að annars konar útfærslu sem tengist aðgerðum í annars vegar framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og hins vegar aðgerðaáætlun í sveitarstjórnarmálum. Í undirbúningi er herferð sem ætlað er að stuðla að því að kynjahlutfallið haldist sem jafnast og að auki vekja athygli á mikilvægi þess að fólk með fjölbreyttan bakgrunn taki þátt í sveitarstjórnum.

08.03.21 Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar urðu konur 47% sveitarstjórnarfólks og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Í ljósi þess árangurs var það mat samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofu að framkvæma verkefnið ekki óbreytt heldur vinna með tillögur að annars konar útfærslu sem tengist aðgerðum í annars vegar framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og hins vegar aðgerðaáætlun í sveitarstjórnarmálum.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að fjölga konum í sveitarstjórnum. 

Konur verði hvattar til þátttöku í stjórnun nærsamfélagsins. Unnið verði markvisst að því að bæta kynjahlutfall í sveitarstjórnum. Farið verði í fræðslu- og auglýsingaherferð með góðum fyrirvara fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2022. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda kvenna í sveitarstjórnum. 

  • Ábyrgð: Forsætisráðuneyti
  • Framkvæmdaraðili: Jafnréttisstofa.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Innviðaráðuneyti, jafnréttisnefndir sveitarfélaga, Kvenréttindafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. 
  • Tímabil: 2018–2022.
  • Tillaga að fjármögnun: 11 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Mannréttindi og jafnrétti
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta