A.07. Fæðingarþjónusta og mæðravernd
Aðgerðinni er lokið | |
Tengiliður Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Í desember 2020 voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020. Nýtt sjúkrahótel tók til starfa í maí 2019 sem nýtist m.a. verðandi foreldrum af landsbyggðinni. Í janúar 2020 samþykkti heilbrigðisráðherra reglugerðar-breytingu sem tryggir greiðslu ferða-kostnaðar fyrir fylgdarmann sem þarf að ferðast vegna fæðingar barns. Starfshópur á vegum FRN sem hafði það hlutverk að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni skilaði skýrslu í febrúar 2020. HRN lagði fram aðgerðaáætlun í barneignarþjónustu í september 2021, byggða á skýrslu þverfaglegs starfshóps um málið. Áætlunin miðar m.a. að því að bæta aðgengi að þjónustu, óháð búsetu, fjárhag og félagslegri stöðu skjólstæðinga.
6.1.21 Aðgerðinni lauk með samþykkt Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, þann 18. desember 2020.
18.12.20 Nýtt sjúkrahótel tók til starfa í maí 2019 sem nýtist m.a. verðandi foreldrum af landsbyggðinni. Í janúar 2020 samþykkti heilbrigðisráðherra reglugerðarbreytingu sem tryggir greiðslu ferðakostnaðar fyrir fylgdarmann sem þarf að ferðast vegna fæðingu barns. Starfshópur á vegum félags- og barnamálaráðuneytis sem hafði það hlutverk að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni skilaði skýrslu í febrúar 2020. Í nóvember 2020 samþykkti ríkisstjórnin frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2020, þar sem m.a. er lagt til að veittur verði sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Frumvarpið bíður afgreiðslu þingsins.
29.11.19 Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytis hefur það hlutverk að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni. Starfshópurinn hóf störf haustið 2019 og á að skila niðurstöðum fyrir áramót þannig að þær nýtist m.a. við vinnu nefndar í tengslum við heildarendurskoðun laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof.
10.05.19 Miklar breytingar með nýrri reglugerð um dvöl á sjúkrahóteli
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að tryggja aðgengi að þjónustu vegna meðgöngu og fæðingar.
Aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu vegna meðgöngu og fæðingar verði skilgreint fyrir hvern landshluta auk þess sem öryggisþjónusta verði tryggð. Settar verði reglur um styrki til greiðslu ferðakostnaðar til foreldra sem bíða fæðingar barns fjarri heimabyggð.
- Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Landspítali, Sjúkratryggingar Íslands.
- Dæmi um samstarfsaðila: Sjúkrahúsið á Akureyri og aðrar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.
- Tímabil: 2018–2019.
- Tillaga að fjármögnun: Heilbrigðisráðuneytið.