Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.13. Stafrænt forskot á landsbyggðinni

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Anna Kristín Einarsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Var unnið af NMÍ í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, markaðsstofur og símenntunar-miðstöðvar í herjum landshluta. Vinnustofur um stafræna tækni hafa verið haldnar á níu stöðum á landinu sem alls 156 starfsmenn/stjórnendur fyrirtækja hafa sótt. Vegna Covid voru haldin vefnámskeið, alls 4 sem 120 manns sóttu. Í kjölfar námskeiða gefst kostur á að fá aðstoð við að greina vefsíður og samfélagsmiðla. Þá gefst kostur á að sækja um styrk til kaupa á ráðgjöf til að auka og bæta stafræna tækni. Verkefnið var ekki í gangi árið 2021 en gert er ráð fyrir að það hefjist aftur árið 2022.

18.12.20 Unnið í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, markaðsstofur og símenntunarmiðstöðvar í hverjum landshluta út frá þörfum smárra og meðalstórra fyrirtækja. Vinnustofur haldnar um land allt sem miða að því að auka samkeppnishæfni landshluta og þeim fylgt eftir með leiðsögn. Vinnustofur hafa verið haldnar á sex stöðum á landinu. Þá hafa verið rafræn námskeið sem alls 120 fyrirtæki tóku þátt í.

01.04.20  Boðið verður upp á vinnustofur í stafrænu forskoti á netinu endurgjaldslaust í apríl og maí 2020 fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni. Kennt verður 6. apríl, 22. apríl og 6. maí. Skráning á forskot.nmi.is.

29.11.19 Vinnustofur haldnar um land allt sem miða að því að auka samkeppnishæfni landshluta. Vinnustofur hafa verið haldnar á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Þrjár vinnustofur hafa verið haldnar á hverjum stað eða samtals níu vinnustofur. 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að auka getu fyrirtækja á landsbyggðinni til að nýta stafræna tækni til vaxtar. 

Námsefni um hagnýtingu stafrænnar tækni, sem þegar hefur verið þróað, verði nýtt til þess að gera sérstakt átak meðal fyrirtækja á landsbyggðinni í því skyni að auka getu þeirra til að hagnýta netið í viðskiptum. Efnt verði til vinnustofa sem fylgt verði eftir með leiðsögn. Unnið verði út frá þörfum smærri fyrirtækja sem þurfa að auka markaðssókn og efla viðskiptatengsl. Samstarf verði við markaðsstofur, atvinnuráðgjöf landshluta og símenntunarmiðstöðvar um allt land til að ná til sem flestra. Árangur verði mældur í fjölda fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu, fjölda vinnustofa og fjölda greininga á nýsköpunarhæfni fyrirtækja. 

  • Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Íslenski ferðaklasinn, atvinnuráðgjöf landshluta, markaðsstofur og símenntunarmiðstöðvar. 
  • Tímabil: 2018–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: 35 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Atvinnuvegir
Menntamál
Stafrænt Ísland
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta