Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.09. Fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Forsætisráðherra lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi haustið 2019 þar sem áréttað var mikilvægi þess að skoðað verði gaumgæfilega hvort stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuð-borgarsvæðisins. Ráðuneytið hefur fylgt þessu eftir í þeim tilfellum sem ákvörðun liggur fyrir um að setja nýja stofnun á laggirnar og óskað eftir því að skoðað verði hvort starfsemin geti verið staðsett utan höfuðborgarsvæðisins.

18.12.20 Forsætisráðherra lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi 4. október 2019 þar sem áréttað var mikilvægi þess að skoðað verði gaumgæfilega hvort að stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins.

04.10.19 Fjölbreytt atvinnutækifæri um land allt til umræðu í ríkisstjórn

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið. 

Skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins að starfseminni verði valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. 

  •  Ábyrgð: Forsætisráðuneyti. 
  •  Framkvæmdaraðili: Forsætisráðuneyti. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun. 
  •  Tímabil: 2018–2024. 
  •  Tillaga að fjármögnun: Forsætisráðuneyti. 

Atvinnuvegir
Vinnumál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta