C.08. Efling fjölmiðlunar í héraði
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Rakel Birna Þorsteinsdóttir, menningar- og viðskiptaáðuneytinu - [email protected].
Fréttir
27.01.22 Árin 2020 og 2021 veitti mennta- og menningarmálaráðherra 11 staðbundnum fjölmiðlum styrki að upphæð samtals 15 m.kr. eftir umsóknaferli. 5 m.kr. hvort ár komu af byggðalið og MRN bætti við 5 m.kr. árið 2021. Lög nr. 58/2021 um breytingar á fjölmiðlalögum kveða m.a. á um staðbundna fjölmiðla. Styrkveitingar árið 2021 voru samkvæmt reglum nr. 1050/2021 um styrkveitingar til staðbundinna fjölmiðla.
18.12.20 Í september 2020 veitti mennta- og menningarmálaráðherra 11 staðbundnum fjölmiðlum styrk, samtals 5 m.kr. Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp þar sem m.a. er kveðið á staðbundna fjölmiðla.
9.10.20 Yfirlit styrkja til staðbundinna fjölmiðla
29.11.19 Tengist frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla, þar sem m.a. verða skilgreind skilyrði fyrir styrkveitingum.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að efla staðbundna fjölmiðla.
Við athugun á möguleikum á að styrkja fjölmiðlun taki stjórnvöld til sérstakrar athugunar stöðu svæðisbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins enda gegni þeir stóru hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðji með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.
- Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
- Dæmi um samstarfsaðila: Fjölmiðlanefnd og Byggðastofnun.
- Tímabil: 2018–2024.
- Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun.