A.15. Uppbygging innviða fyrir endurnýjanlega orku á landi og í höfnum
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Unnið í tengslum við aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlað er að 1,5 milljarði verði á næstu 5 árum til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna o.fl. Orkusjóður hefur síðan 2018 úthlutað árlega styrkjum til uppbyggingar rafhleðslustöðva. Árið 2020 var 192 m.kr. úthlutað og árið 2021 verður allt að 500 m.kr. úthlutað. Vorið 2021 var gefin út skýrsla með úttekt á innviðum hafna.
18.12.20 Greiningarvinna er í gangi um stöðu hafnainnviða. Árið 2020 var úthlutað 192 m.kr. úthlutað til innviða á landi og til haftengdra verkefna að auki.
Styrkir Orkusjóðs fyrir árið 2020.
29.11.19 Verkefnið er unnið í tengslum við aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlað er að verja 1,5 milljarði á næstu fimm árum til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna o.fl. Hvatar til að fjárfesta í lág-CO2 ökutækjum verða efldir. Starfshópur vinnur að innviðaáætlun fyrir orkuskipti í samgöngum að störfum.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka hlutfall vistvænna orkugjafa.
Haldið verði áfram uppbyggingu innviða fyrir vistvænar bifreiðar, t.d. hleðslustöðvar, og innviðir fyrir rafvæðingu hafna styrktir, þ.m.t. aðgengi að raforkutengingum í höfnum. Árangur verkefnisins verði mældur í fjölda innviða og aukinni notkun vistvænna orkugjafa.
- Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Orkusjóður.
- Dæmi um samstarfsaðila: Orkustofnun, Orkusetur, Íslensk nýorka, Græna orkan, Hafnasamband Íslands, Samorka, Hafið og Landsnet.
- Tímabil: 2019–2021 (fyrra tímabil var 2016–2018).
- Tillaga að fjármögnun: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.