B.06. Frádráttur vegna aksturs til og frá vinnu
Aðgerðinni er lokið | |
Tengiliður Helga Jónsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Aðgerðin var rædd hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál og byggðamálaráði. Samróma niðurstaða að aðgerðin sé ekki nægilega skýrt fram sett og að hún megi ekki verða til þess að hvatt sé til notkunar á einkabíl á kostnað almenningssamganga, þar sem þær eru fyrir hendi. Aðgerðin var endurskoðuð samhliða endurskoðun byggðaáætlunar og liggur fyrir í þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir Alþingi í júní 2021. Þar er gert ráð fyrir að ferðaleiðir verði greindar út frá staðfangi heimilis og vinnustaðar, enda er slík greining forsenda þess að beita megi hagrænum hvötum.
18.12.20 Aðgerðin rædd hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál og byggðamálaráði. Samróma niðurstaða að aðgerðin sé ekki nægilega skýrt fram sett og að hún megi ekki verða til þess að hvatt sé til notkunar á einkabíl á kostnað almenningssamganga, þar sem þær eru fyrir hendi. Lagt var til að aðgerðin verði tekin til endurskoðunar í tengslum við endurskoðun byggðaáætlunar.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að auðvelda fólki utan höfuðborgarsvæðisins að sækja vinnu frá heimili.
Þeir íbúar landsins sem búa á styrkjasvæði ESA-kortsins og sækja vinnu um langan veg fái hluta kostnaðar við ferðir til og frá vinnu endurgreiddan í gegnum skattkerfið eftir reglum sem samdar verði af starfshópi sem falið verði það verkefni. Árangur af verkefninu verði m.a. mældur með fjölda þeirra sem njóta endurgreiðslu eftir svæðum.
- Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Ríkisskattstjóri.
- Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun.
- Tímabil: 2019–2024.
- Tillaga að fjármögnun: Fjármála- og efnahagsráðuneyti.