Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

B.11. Fluggáttir

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Flugþróunarsjóður hefur verið starfræktur síðan 2016. Sex fyrirtæki, auk Áfangastaðastofu Norðurlands og Austurbrúar, voru með samninga við sjóðinn árin 2022 og 2023. Auk þess styður sjóðurinn við samstarfsverkefni sem gengur út á að kynna áfangastaði á Norður- og Austurlandi. Vinnan hefur skilað sér í auknum áhuga á millilandaflugi inn á svæðin. Í fjárlögum fyrir árið 2024 fær sjóðurinn sérstakt fjárlaganúmer með 150 m.kr. fjárheimild.

9. janúar 2024  Stutt við uppbyggingu alþjoðaflugs á landsbyggðinni

20. febrúar 2023  Með fjárlögum ársins 2023 ákvað Alþingi að veita 150 m.kr. varanlegt framlag til að viðhalda starfsemi Flugþróunarsjóðs.

13. júlí 2022  Fljúga frá Þýskalandi til Akureyrar og Egilsstaða

Tengiliður    

Helena Karlsdóttir, Ferðamálastofu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að ferðamenn dreifist jafnar um landið.

Stutt lýsing: Flugþróunarsjóður styðji við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Árangur verði mældur í fjölgun ferðamanna sem koma með flugi/fjölda lendinga.

  • Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Flugþróunarsjóður. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Innviðaráðuneyti, Isavia, landshlutasamtök sveitarfélaga og áfangastaðastofur
  • Tímabil: 2022–2026. 
  • Tillaga að fjármögnun: Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Samgöngur og fjarskipti
Flug og flugvellir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta