Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

B.03. Efling nýsköpunar í byggðum landsins

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið gerði samning í október 2023 um nýsköpunargátt við skapa.is. Vefurinn skapa.is verður nýttur sem grunnur að alhliða vef um nýsköpun, efni fyrir frumkvöðla og leiðarvísi um fyrstu skref í nýsköpunarumhverfi. Sérstaklega verður unnið efni um stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni. Settur hefur verið á laggirnar tengiliðahópur vegna aðgerðarinnar og unnið er náið með landshlutasamtökum sveitarfélaga um efnistök og innihald síðunnar.

Tengiliður    

Lóa Auðunsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að komið verði á fót stafrænni nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla og fræðslu- og stuðningsaðila nýsköpunar um land allt.
 
Stutt lýsing: Nýsköpunargáttin verði fyrsti snertiflötur frumkvöðla við stoðkerfi nýsköpunar og vettvangur fyrir miðlun á stoðefni og upplýsingum. Aðgerðin verði unnin í samræmi við 9. gr. laga um opinberan stuðning við nýsköpun, nr. 25/2021, þar sem kemur fram að setja skuli á fót stafræna nýsköpunargátt fyrir upplýsingagjöf um stuðning við nýsköpun. Tilgangur gáttarinnar verði að miðla á einum stað upplýsingum og stoðefni frá ólíkum aðilum innan stoðkerfis nýsköpunar á Íslandi. Unnið verði að þarfagreiningu út frá væntum notendum, svo sem frumkvöðlum, fræðsluaðilum og ráðgjöfum. Samráð verði haft um efnistök, áherslur og framsetningu sem nýtast eiga aðilum á landinu öllu. Niðurstöður þarfagreiningar og samráðs verði lagðar til grundvallar við framkvæmd. Aðgerðin feli í sér hönnun, uppsetningu og rekstur vefsvæðis auk framleiðslu á stoðefni.

  •  Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. 
  •  Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Innviðaráðuneyti, Byggðastofnun, Samtök iðnaðarins, háskólar og aðrar þekkingarstofnanir. 
  •  Tímabil: 2022–2024.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna, klasastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 11, einkum undirmarkmið 8.3, 8.5, 8.9, 9.3, 9.5 og 11.a.
  •  Tillaga að fjármögnun: 15 millj. kr af byggðaáætlun. 

Nýsköpun
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta