B.01. Þrífösun og jarðstrengjavæðing
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Janúar 2024 Árið 2019 kynnti iðnaðarráðherra þriggja ára átak til að hraða þrífösun rafmagns sem hefur beina skírskotun til byggðaáætlunar. Mýrar og Skaftárhreppur hafa verið í forgangi. Tvö verkefni voru unnin á því svæði árið 2022, þ.e. Hundastapi- Laxárholt og Álftá-Melur. Í fjármálaáætlun 2021-2025 er gert ráð fyrir að 500 m.kr. verði varið til að flýta fyrir jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku. Er það í samræmi við tillögur átakshóps ríkisstjórnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru árið 2022 í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið.
Tengiliður
Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að afhendingaröryggi raforku verði aukið, aðgengi að áreiðanlegri orku á lands¬vísu jafnað, búsetuskilyrði bætt og atvinnutækifæri efld.
Stutt lýsing: Haldið verði áfram jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og samhliða verði það þrífasa. Einnig verði unnið að einföldun regluverks varðandi framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku. Aðgerðin verði unnin í samræmi við fimm ára fjármálaáætlun 2021–2025 þar sem gert er ráð fyrir 600 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði í sérstakt átak til að ljúka þrífösun og jarðstrengjavæðingu þjóðhagslega mikilvægs hluta dreifikerfis raforku að mestu leyti fyrir árið 2025.
- Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Rarik og Orkubú Vestfjarða.
- Dæmi um samstarfsaðila: Orkustofnun og landshlutasamtök sveitarfélaga.
- Tímabil: 2022–2025.
- Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Orkustefna, nýsköpunarstefna.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 7 og 11, einkum undir¬markmið 7.1 og 11.a.
- Tillaga að fjármögnun: 275 millj. kr. úr byggðaáætlun.