A.07. Nærþjónusta við innflytjendur
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Janúar 2024 Þann 1. apríl 2023 sameinuðust Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur og verkefnið færðist til Vinnumálastofnunar. Í ársbyrjun 2023 var gefin út fyrirmynd að móttökuáætlun sem birt var á heimasíðu Fjölmenningarseturs, auk þess sem vakin var athygli á henni með því að senda bréfpóst til allra sveitarfélaga. Þá voru haldin ýmis fræðsluerindi meðal annars fyrir starfsfólk lögreglunnar, Háskóla Íslands, Landspítalans og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Tengiliður
Áshildur Linnet, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu - [email protected]
Markmið: Að aðgengi innflytjenda að opinberri þjónustu um land allt verði bætt.
Stutt lýsing: Mótaðir verði samræmdir verkferlar/móttökuáætlanir og fjölmenningarstefnur á vettvangi sveitarfélaga. Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga verði aðgengi¬egar og hugað sérstaklega að nýjum innflytjendum. Kannaðar verði leiðir til að gera úrræði og upplýsingar sýnilegar fyrir innflytjendur í atvinnuleit. Þróað verði rafrænt fræðsluefni fyrir fagstéttir og boðið upp á stutt fræðsluerindi á vegum Fjölmenningar-seturs. Símenntunarstöðvar fái námsgögn til þess að halda ítarlegri námskeið fyrir starfsfólk. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda sveitarfélaga sem innleiða fjölmenningarstefnur og/eða móttökuáætlanir, fjölda sveitarfélaga sem þiggja boð um fræðslu¬erindi og fjölda námskeiða sem haldin eru á vegum símenntunarstöðva.
- Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
- Framkvæmdaraðili: Fjölmenningarsetur.
- Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og barna¬málaráðuneyti, Vinnumálastofnun, símenntunarstöðvar, Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
- Tímabil: 2022–2024.
- Tillaga að fjármögnun: 12 millj. kr. af byggðaáætlun