Hoppa yfir valmynd

Stök aðgerð

B.05. Greining atvinnusóknar

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Byggðastofnun hefur í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) unnið að framgangi aðgerðarinnar, sem felst í að skilgreina staðfang vinnustaðar og tíðni ferða milli heimilis og vinnustaðar. Það hefur tafið framgang verkefnisins að FJR fer ekki með málefni fyrirtækjaskrár og því hefur forsætisráðuneytið ásamt Hagstofu komið að málinu og er verið að finna tæknilega nálgun á framkvæmdina í samstarfi við þau.

Tengiliðir

Helga Jónsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu - [email protected]
Sigurður Árnason, Byggðastofnun - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að ferðaleiðir verði greindar vegna atvinnusóknar, þ.e. ferða milli heimilis og vinnustaðar.

Stutt lýsing: Skilgreint verði staðfang vinnustaðar og tíðni ferða milli heimilis og vinnustaðar þar sem slík greining er nauðsynleg forsenda þess að beita megi hagrænum hvötum við þróun atvinnusóknarsvæða. Upplýsinga verði m.a. leitað um það hvernig slíkum upplýsingum er safnað í Noregi.

  • Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið, Skatturinn, Þjóðskrá Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Tímabil: 2022-2023.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undirmarkmið 9.1, 11.2 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 2 millj. kr. af byggðaáætlun

Atvinnuvegir
mannauður
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta