Hoppa yfir valmynd

Almennt um byggðamál

Innviðaráðuneytið fer með mál er varða svæða- og byggðamál, svæða- og byggðarannsóknir, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög. Þá heldur ráðuneytið utan um eftirfarandi verkefni:

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar er unnið að eftirfarandi þáttum vegna byggðamála:

  • Skilgreina hlutverk landshlutasamtaka og styrk sveitarfélaga til að rísa undir nauðsynlegri þjónustu.
  • Styrkja lýðræðislega aðkomu íbúa að ákvörðunum um byggðamál í gegnum sóknaráætlanir landshluta.
  • Samstarf við sveitarfélögin um gerð þjónustukorts sem sýnir aðgengi landsmanna að allir almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila til að bæta yfirsýn og þannig skapa grundvöll fyrir aðgerðir til að tryggja íbúum þjónustu og jafna kostnað.
  • Stuðla að jöfnun búsetuskilyrða m.t.t. raforku og fjarskipta.
  • Kannaðar leiðir til að setja skilyrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórnvalda um þróun byggðar, landnýtingu og umgengni um auðlindir.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál

Stýrihópurinn hefur það hlutverk að efla samhæfingu innan stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og trygga virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þeim málaflokki.

Byggðamálaráð

Byggðamálaráð gerir tillögu til ráðherra að stefnumótandi byggðaáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun að fengnum áherslum ráðherra skv. 2. gr. a. laga. nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, sbr. 8. gr. laga nr. 53/2018 um breytingu á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála.
Byggðamálaráð tekur við ábendingum í netfangið [email protected]

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 14.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta