Hoppa yfir valmynd

Sóknaráætlanir

Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Í sóknaráætlunum landshluta er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál styður landshlutasamtök sveitarfélaga við gerð sóknaráætlana og samninga milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og ráðuneyta.

Sóknaráætlanir eru unnar í samvinnu við samráðsvettvang viðkomandi landshluta sem er samstarfsvettvangur eftirtalinna aðila:

  • sveitarfélaga
  • ríkisstofnana
  • atvinnulífs
  • menningarlífs
  • fræðasamfélags
  • annarra haghafa í hverjum landshluta

Byggðastofnun og stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál bera ábyrgð á mati á framvindu sóknaráætlana og eftirliti með fjárreiðum þeirra.

Samningur ríkis og landshlutasamtaka

Þann 12. nóvember 2019 undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga samninga um sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta. Samningarnir gilda til fimm ára, eða fyrir tímabilið 2020-2024.

Hér eru krækjur á samninga vegna allra landshlutanna:

Sóknaráætlun landshluta

Sóknaráætlanir liggja fyrir í öllum átta landshlutunum og gilda þær til ársins 2024. Sóknaráætlanirnar fela í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir og voru þær unnar í víðtæku samráði heimamanna. Áhersluverkefni og verkefni styrkt af uppbyggingarsjóðum taka mið af áherslum sóknaráætlunar í hverjum landshluta.

Hér er að finna krækjur á sóknaráætlanir allra landshlutanna:

Greinargerðir um framvindu sóknaráætlana

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál tekur árlega saman greinargerð um framvindu samninganna og ráðstöfun fjármuna þeirra í samræmi við ákvæði laga um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Í greinargerðinni er greint frá sóknaráætlunum, ráðstöfun fjárframlaga til samninganna og framkvæmd sóknaráætlana fyrir hvert ár. Einnig er greint frá hlutverki og samsetningu samráðsvettvanga landshluta og listuð upp áhersluverkefni og dæmi um verkefni uppbyggingarsjóða landshluta. Byggt er á upplýsingum úr greinargerðum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem skilað er í febrúar ár hvert til stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 16.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta