Hoppa yfir valmynd

Sveitarfélög og jafnrétti

Jafnréttislögin leggja sveitarfélögum ýmsar skyldur á herðar. Sveitarfélögum er skylt að skipa jafnréttisnefndir að loknum sveitarstjórnarkosningum, en hlutverk nefndanna er að vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum, þar með talið sértækum aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. 

Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum

Samband íslenskra sveitarfélaga, ráðuneyti jafnréttismála og Jafnréttisstofa tóku saman höndum um að láta þýða Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Sáttmálinn er gefinn út af Evrópusamtökum sveitarfélaga (CEMR) sem Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að. Fjöldi fólks lagði hönd á plóg við gerð sáttmálans, þ.e. kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélaga, sérfræðingar um jafnréttismál og margir fleiri. Verkefnið var styrkt af Evrópusambandinu.

Margt af því sem kveðið er á um í sáttmálanum er þegar fyrir hendi hjá íslenskum sveitarfélögum enda bundið í íslensk lög en annað er nýtt og skapar sóknarfæri fyrir sveitarfélögin á þessu sviði. Hér má finna umfjöllun Jafnréttisstofu um sáttmálann.

Sjá einnig:

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu: 

Síðast uppfært: 20.12.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta