Hoppa yfir valmynd

Hringrásarhagkerfi

Í hringrásarhagkerfinu mynda vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs því sem næst lokaða auðlindahringrás. Það byggir á að hönnun og framleiðsla séu með þeim hætti að mögulegt verði að lengja líftíma vöru með endurnotkun og viðgerðum og að hún verði hæf til endurvinnslu að notkun lokinni.

Neyslumenning nútímans og kröfur um þægindi hafa ýtt undir stuttan líftíma vara og þar með ásókn í auðlindir. Í virku hringrásarhagkerfi eru kostir deilihagkerfis nýttir og framboð af þjónustu mætir þörfum almennings og atvinnulífs, fremur en framboð af nýjum varningi. Þegar notkun vöru er svo að endingu lokið er efniviður vörunnar nýttur sem hráefni í nýja framleiðslu.

Markmiðið með hringrásarhagkerfi er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur.

Hringrásarhagkerfið - kynningarit

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta