Örplast
Örplast eru smáar plastagnir (minni en 5 mm að stærð) og er gjarnan skipt í tvær tegundir. Annars vegar plast sem var framleitt sem örplast s.s. plastþræðir í fatnað og örperlur í snyrtivörum og hins vegar örplast sem varð til við niðurbrot á stærri plasthlutum sem berast út í umhverfið, t.d. drykkjarflöskum, veiðarfærum, plastumbúðum og plastpokum. Báðar tegundir valda sama skaða í umhverfinu.
Örplast sem lífverur innbyrða safnast fyrir í þeim og færist upp fæðukeðjuna. Á síðustu árum hafa fjölmargar rannsóknir leitt í ljós að örplast er að finna í drykkjarvatni um allan heim. Ekki hafa enn komið fram augljósar vísbendingar um að örplast í drykkjarvatni hafi áhrif á heilsu fólks. Full ástæða er engu að síður til að draga úr plastmengun og streymi plasts út í umhverfið.
Sjá einnig:
Útgefið efni
Áhugavert efni
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.