Landgræðsla og skógrækt
Jarðvegsrof og gróðureyðing hafa oft verið talin einn mesti umhverfisvandi Íslendinga og á Íslandi er minna flatarmál skóglendis en í nokkru öðru Evrópulandi. Unnið er að því að stöðva jarðvegseyðingu með landgræðslu og endurheimta röskuð vistkerfi, s.s. birkiskóga og votlendi, um leið og hvatt er til sjálfbærrar landnýtingar. Uppbygging nytjaskóga hefur verið efld síðustu áratugi.
Matvælaráðuneytið fer með yfirumsjón með landgræðslu og skógrækt hér á landi. Land og skógur er sameinuð stofnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar (frá og með 1. janúar 2024) sem ber meginábyrgð á þessum málaflokkum. Verkefni á þessu sviði hafa þó í auknum mæli færst frá stofnunum ríkisins til einstaklinga og félagasamtaka.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
Fréttir
LANDGRÆÐSLA OG SKÓGRÆKT
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.