Landgræðsla
Með landgræðslu er unnið að því að stöðva eyðingu gróðurs og jarðvegsrof sem ógnar náttúru og öðrum verðmætum og að bæta vistkerfi sem hefur hnignað. Landgræðsla er mikilvæg í náttúruvernd þar sem eyðing gróðurs og jarðvegsrof dregur úr líffræðilegri fjölbreytni og eykur losun gróðurhúsalofttegunda og óhófleg nýting vistkerfa dregur úr framleiðni þeirra.
Landgræðsla ríkisins ber ábyrgð á verkefnum á sviði landgræðslu. Annars vegar sinnir hún sjálf sérhæfðum verkefnum sem miða að stöðvun eyðingar gróðurs og jarðvegsrofs. Hins vegar er hún í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki um fjölbreytt landgræðsluverkefni. Dæmi um slík samstarfsverkefni eru Bændur græða landið og Landbótasjóður.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
LANDGRÆÐSLA OG SKÓGRÆKT
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.