Landnýting og jarðvegsvernd
Þróun gróður- og jarðvegsverndar hefur frá upphafi verið samtvinnuð landbúnaði hér á landi og ber margt í löggjöf okkar þess merki s.s. varðandi búfjárbeit. Síðustu ár hefur athyglin í auknum mæli beinst að nýtingu lands til ferðamennsku, sem getur haft í för með sér verulegt álag á land. Leiðarljós sjálfbærrar landnýtingar er að land sé ekki nýtt umfram það sem það þolir.
Landgræðsla ríkisins sinnir eftirliti með ástandi lands og jafnframt ráðgjöf og gerð áætlana um nýtingu lands. Einnig sinnir stofnunin aðgerðum til að stöðva jarðvegsrof og landbrot af völdum fallvatna. Þá sinna Land og skógur og Umhverfis- og orkustofnun skilgreindu hlutverki í eftirliti með nýtingu lands.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
LANDGRÆÐSLA OG SKÓGRÆKT
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.