Hoppa yfir valmynd

Skógrækt

Flestir þekkja það að ganga skógarstíga og upplifa skjólið og ilminn sem þar má finna. Skógar veita fjölbreytta þjónustu sem maður og náttúra nýta sér. Þeir veita skjól, eru eftirsótt útivistarsvæði og eru mikilvæg hráefnisauðlind auk þess að binda kolefni úr andrúmslofti. Þá gegnir skógrækt mikilvægu hlutverki við endurheimt vistkerfa og við gróður- og jarðvegsvernd, sem tengir skógrækt og landgræðslu.

Meginmarkmið skógræktar á Íslandi er að byggja upp fjölbreytta skógarauðlind. Fjölmargir bændur og aðrir landeigendur stunda skógrækt með stuðningi ríkisins m.a. til viðarframleiðslu og skjólmyndunar á jörðum sínum. Þá hafa skógræktarfélög víða um land ræktað skóga til útivistar sem almenningur nýtur góðs af. Flest þessara verkefna eru þess eðlis að þau styðja með beinum hætti við atvinnu og byggð.

Á sviði skógræktar er stundað margþætt rannsókna- og þróunarstarf, t.d. á sviði kynbóta, og fræðslustarf, bæði innan opinberra stofnana og í skógræktarfélögum víða um land.

Land og skógur er sú stofnun sem fer með skógræktarmál hérlendis og annast m.a. skóga á borð við Hallormsstaðaskóg og Vaglaskóg. Viðamesta skógræktarverkefni stofnunarinnar er skógrækt á lögbýlum sem felur í sér stuðning við skógrækt bænda og annarra landeigenda.

Sjá einnig:

Áhugavert

Árið 2012 skilaði starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð með tillögum að efni nýrra skógræktarlaga 

Síðast uppfært: 7.1.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta