Hoppa yfir valmynd

Loftslagsráð

Loftslagsráð hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og markvissa ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum.

Verkefni ráðsins eru skv. lögum eftirtalin:

  • veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerðir til að auka kolefnisbindingu
  • veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum
  • rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál
  • hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga
  • rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum
  • vinna að öðrum verkefnum sem ráðherra felur ráðinu hverju sinni

 

Vorið 2024 tók gildi reglugerð nr. 334/2024 um Loftslagsráð. Kveður reglugerðin m.a. á um hæfniviðmið sem ráðherra skal hafa til hliðsjónar við skipan fulltrúa og vettvang til að tryggja reglulegt samtal við hagaðila.

Samkvæmt reglugerðinni skulu fulltrúar Loftslagsráðs búa yfir þekkingu og reynslu á a.m.k. einum af eftirtöldum málaflokkum á sviði loftslagsmála og fullskipað skal það búa yfir þekkingu á öllum ofangreindum sviðum:

  • Loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun
  • Loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá
  • Skipulagi og landnýtingu
  • Hagrænum og samfélagslegum greiningum
  • Samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum
  • Líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu
  • Nýsköpun og tækniþróun
  • Orkumálum í samhengi orkuskipta og kolefnishlutleysis

 

Fulltrúar í Loftslagsráði eru einungis bundnir af eigin dómgreind og er það áréttað í fyrrnefndri reglugerð. Skipað var í ráðið 2024 og er skipunartími 4 ár.

Sjá nánar um Loftslagsráð á vefnum lofslagsrad.is

Loftslagsráð er með skrifstofu í húsi Veðurstofunnar, Bústaðarvegi 7, 105 Reykjavík, sími 522 6000. Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, [email protected] er framkvæmdastjóri Loftslagsráðs.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta