Hoppa yfir valmynd

Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna

Jökulsárlón  

Alþjóðleg samvinna um loftslagsmál grundvallast á Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Climate Change, UNFCCC). Samstarfið felst m.a. í að því að samhæfa aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum og undirbúa óhjákvæmilega aðlögun að breytingum.

Samningurinn var samþykktur árið 1992 og tók gildi tveimur árum síðar. Markmið hans er „að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.“ 197 ríki, þeirra á meðal Ísland, eru aðilar að samningnum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur umsjón með framkvæmd hans, sem og þeim tveimur bókunum sem gerðar hafa verið við samninginn, þ.e. Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum.

Umhverfis- og orkustofnun hefur stóru hlutverki að gegna varðandi söfnun og skráningu upplýsinga um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. 

Sjá einnig vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar.is

Síðast uppfært: 17.1.2025

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta