Vísindastarf um loftslagsbreytingar
Vísindamenn á Veðurstofunni leiða starf Vísindanefndar á Íslandi um loftslagsbreytingar og hafa einnig tekið þátt í starfi Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC).
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur einnig umsjón með gerð og framfylgd aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og annarra áætlana, s.s. sóknaráætlun í loftslagsmálum. Þá skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra árið 2021 nefnd, sem falið var að vinna að gerð vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og Embætti Landlæknis.
Nokkrar stofnanir hafa beina aðkomu að aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim. Má þar nefna Umhverfis- og orkustofnun, Veðurstofu Íslands, og Land og skóg.