Náttúruvernd
Stjórnvöldum ber skylda til að vernda íslenskra náttúru og fjölbreytni hennar fyrir komandi kynslóðir, s.s. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Mikilvægt er að vernda það sem er sérstætt en einnig að stuðla að því að endurheimta röskuð vistkerfi og auka þol íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.
Nýta þarf náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt og stuðla að því að með umgengni sinni spilli maðurinn ekki náttúrunni. Um leið er mikilvægt að auðvelda fólki að upplifa og kynnast náttúrunni.
Meðal verkefna á þessu sviði eru stjórnun landnýtingar, friðlýsing lands, búsvæða og tegunda, umsjón þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða, stjórnun veiða og vöktun og rannsóknir á náttúrunni.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Helstu lög um náttúruvernd má finna undir kaflanum Umhverfismál í lagasafni Alþingis
Reglugerðir sem falla undir þessi lög má finna á reglugerd.is
Gagnlegir tenglar
Fréttir
- Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðStækkun náttúruvættisins Hverfjalls staðfest af ráðherra19. 11. 2024
- Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðLeggja til orkuöflun, eflingu dreifikerfisins og stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð05. 11. 2024
NÁTTÚRUVERND
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.