Hoppa yfir valmynd

Friðlýsingar

 
Fréttir
Á Íslandi eru yfir 130 friðlýst svæði, en með friðlýsingum er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin.

Á árunum 2018-2021 var unnið að sérstöku átaksverkefni tengdu friðlýsingum í nánu samstarfi ráðuneytisins, Umhverfisstofnunnar og hagaðila. Einnig var unnið að því að kanna hvaða áhrif friðlýsingar hafa í samfélaginu.

Friðlýsingarátak
Hálendisþjóðgarður

 

Friðlýsingaflokkar

Íslensku friðlýsingarflokkarnir eru 10 og taka mið af flokkunarkerfi Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) fyrir vernduð svæði. Flokkun IUCN grundvallast á því hver markmið eru með stjórn svæðanna.

Spurt og svarað

Þýðir friðlýsing að allt sé bannað á svæðinu? Er friðlýsing og friðun það sama? Svar við þessum spurningum og ýmsum öðrum tengdum friðlýsingu má lesa hér á vefnum.

Um friðlýsingar

Með friðlýsingum er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. Friðlýst svæði hafa oft mikið aðdráttarafl og eru í mörgum tilfellum helstu áfangastaðir ferðamanna á Íslandi.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Helstu lög um umhverfismál og náttúruvernd má finna undir kaflanum Umhverfismál í lagasafni Alþingis


Reglugerðir sem falla undir þessi lög má finna á reglugerd.is

Skýrsla starfshóps um þjóðgarða og önnur friðlýst svæði gefin út 2022


Síðast uppfært: 20.12.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta