Hoppa yfir valmynd

Um friðlýsingar

Með friðlýsingum er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. Friðlýst svæði hafa oft mikið aðdráttarafl og eru í mörgum tilfellum helstu áfangastaðir ferðamanna á Íslandi. Markmið friðlýsinga er að stuðla að markmiðum laga um náttúruvernd.

Náttúruverndarstofnun sér um að undirbúa friðlýsingar svæða, samkvæmt lögum um náttúruvernd. Stundum er svæði þó friðlýst sem fólkvangur, sem er ein tegund friðlýsinga, og þá er framkvæmdin einnig á hendi sveitarfélaga í samvinnu við Náttúruverndarstofnun. Hér er hægt að lesa meira um mismunandi flokka friðlýsingar.

Allar friðlýsingar eru háðar staðfestingu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ákvörðun um friðlýsingu byggir ráðherra á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár (B-hluta) eða verndarflokki rammaáætlunar. Þó er landeigendum, sveitarfélögum, stofnunum o.fl. heimilt að tilnefna svæði til friðlýsingar.

Á vef Náttúruverndarstofnunar eru ýmsar frekari upplýsingar um friðlýsingar, þar á meðal Handbók um stjórnun friðlýstra svæða í umsjón Náttúruverndarstofnunar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta