Hoppa yfir valmynd

Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði

 

Ósnortin náttúra, hvort heldur er landslag, lífríki eða jarðmyndanir, er takmörkuð auðlind. Með friðun náttúrunnar tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta hennar í framtíðinni. Ráðherra getur því friðlýst landsvæði, einstakar náttúrumyndanir og náttúruminjar í samræmi við náttúruverndarlög.

Á Íslandi eru rúmlega 130 friðlýst svæði, þar af þrír þjóðgarðar. Svæðin eru undir stjórn þriggja stofnana og umsjón með svæðunum og stjórnfyrirkomulag á þeim er því með ólíkum hætti. Heildarflatarmál friðlýstra svæða á Íslandi er um 23.500 km2. Á undanförnum árum hefur farið fram umræða um tækifæri og áskoranir sem fylgt geta því að friðlýsa landsvæði á Íslandi. Umræðan hefur átt sér stað á sama tíma og heimsóknum gesta á friðlýst svæði hefur fjölgað mikið með tilheyrandi álagi á náttúru og innviði svæðanna.

 

Skilmálar og reglur um friðlýst svæði eru afar mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingarinnar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.  Flokkar friðlýsingar eru þannig fjölmargir, s.s. náttúruvé, þjóðgarðar, friðlönd, verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu, fólkvangar o.s.frv. en flokkunarkerfið fellur vel að flokkun alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN. Nánar er kveðið á um flokkun friðlýsinga í lögum um náttúruvernd.

Náttúruverndarstofnun annast undirbúning friðlýsinga og fer með umsjón og rekstur friðlýstra svæða á Íslandi auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá er Þjóðgarðurinn á Þingvöllum rekinn sem sjálfstæð stofnun. Sérlög gilda um verndun Breiðafjarðar og fer Breiðafjarðarnefnd með málefni svæðisins.

Sérstök vernd

Ákveðin vistkerfi og jarðminjar njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, svo sem  votlendi, stöðuvötn og tjarnir sem og sjávarfitjar og leirur. Einnig birkiskógar og tilteknar jarðminjar, fossar og nánasta umhverfi þeirra, hverir, hverahrúður og heitar uppsprettur og lífríkið sem í þeim kann að finnast.

Náttúruminjaskrá 

Náttúruminjaskrá er samþykkt af Alþingi í formi þingsályktunar og gildir hún til fimm ára en áætlað er að ráðherra leggi fram slíka áætlun í fyrsta sinn árið 2017. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um þau svæði sem friðlýst hafa verið auk áætlunar um þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á gildistíma náttúruminjaskrárinnar. Þá eru tíundaðar aðrar náttúruminjar sem ástæða þykir að friðlýsa eða friða. Náttúrufræðistofnun metur verndargildi svæða og undirbýr náttúruminjaskrá. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.1.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta