Hoppa yfir valmynd

Verndun og veiðar villtra dýra

Villtir fuglar og villt spendýr í náttúru Íslands eru friðuð og því óheimilt að veiða þau. Ráðherra getur aflétt friðun tiltekinna tegunda með reglugerð ef sýnt er að stofninn er talinn standa undir veiðum og veiðarnar séu sjálfbærar. Friðun hefur verið aflétt fyrir veiðar á nokkrum fuglategundum sem og hreindýrum og refum. Auk þess er sveitastjórnum heimilt að ráða menn til veiða á ref og mink í því skyni að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum. Mink má veiða allt árið.

Þeir sem hyggjast stunda skotveiðar hér á landi þurfa að hafa skotvopnaleyfi og veiðikort. Til þess að öðlast þau réttindi þarf að standast próf um villt dýr og meðferð skotvopna. Boðið er upp á námskeið til undirbúnings fyrir prófin. Umhverfisstofnun sér um útgáfu veiðikorta en handhöfum slíkra korta er heimilt að veiða fugla á svæðum sem ekki eru í einkaeign. Veiðar eru yfirleitt bannaðar á friðlýstum svæðum.

Sérstök veiðileyfi eru seld fyrir hreindýraveiðar og sér Náttúruverndarstofnun um sölu þeirra en auk þess þurfa veiðimenn að hafa leiðsögumenn með sér á hreindýraveiðum.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.1.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta