Hoppa yfir valmynd

Kvískerjasjóður

Kvískerjasjóður var stofnaður 15. janúar 2003 af umhverfisráðuneytinu til heiðurs Kvískerjasystkinum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Systkinin á Kvískerjum voru einstök í sinni röð. Á fræðisviðinu urðu þau sín eigin Akademía svo annálað þykir.

Kvísker voru með afskekktari bæjum á landinu, en með bættum samgöngum og fjarskiptum hefur sú einangrun verið rofin. Kvískerjasjóði er ætlað að stuðla að því að framhald verði á því umfangsmikla fræða- og rannsóknarstarfi sem stundað hefur verið á Kvískerjum undanfarna áratugi.

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á náttúru og sögu, þ.m.t. menningarminjum, í Austur-Skaftafellssýslu fyrir árið 2025.

Úthlutað er úr Kvískerjasjóði annað hvert ár og frá stofnun sjóðsins 2003 hefur hann veitt hátt í 100 verkefnum stuðning. Stjórn sjóðsins hvetur öll sem vinna að verkefnum á sviði náttúruvísinda og menningarmála á umsóknarsvæðinu til að sækja um.

Umsóknarfrestur var til og með 28. febrúar.

Áætlað er að tilkynna um styrkveitingar fyrir lok mars og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veitir Árni M. Mathiesen formaður sjóðsstjórnar í síma: 892 0841 eða á netfangi: [email protected]

Fyrirspurnir

Fyrirspurnir vegna Kvískerjasjóðs skulu berast Þórunni Elfu Sæmundardóttur, ritara stjórnar Kvískerjasjóðs.

Tenglar:

Síðast uppfært: 7.3.2025 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta