Hoppa yfir valmynd

Skýrslur frá styrkþegum

Hér er að finna skýrslur frá styrkþegum um þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr Kvískerjasjóði.Æ

Ævintýri og líf heima og í Kanada - endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar

Þórður Sævar Jónsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði 2019 til að koma handriti um æviminningar Guðjóns R. Sigurðssonar á rafrænt form og undirbúa útgáfu þess. Bókin Evintýri og líf heima og í Kandada var síðan gefin út á vegum Máls og menningar árið 2022.

Mynd af forsíðu bókarinnar

Smíðagripir frá Kvískerjum

Anna Ragnarsdóttir Pedersen og Emil Moráverk Jóhannsson hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að skrásetja muni sem Helgi Björnsson smíðaði og safna saman upplýsingum um það hvernig munirnir eru nýttir í dag.

Skoða skýrslu

Breiðamerkurjökull - landslagsþróun á komandi öld

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2021 til að kanna leiðir til þess að miðla vísindalegri þekkingu um hop Breiðamerkurjökuls frá 2021-2121 með nýstárlegum sjónrænum aðferðum.

Skoða skýrslu

Fylgiskjal

Konurnar á Kvískerjum

Marta Sigurðardóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2019 til að taka saman rit um handverk og hannyrðir Kvískerjasystra.

Konurnar á Kvískerjum

Kortlagning útbreiðslu tröllasmiðs

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2021 til að kortleggja útbreiðslu tröllasmiðs (Carabus problematicus).

Skoða skýrslu

Hrútfjallstindar: Remote sensins geological survey of the flank and interior of Öræfajökull volcano

Robert A. Askew og Catherine R. Gallager hlutu styrk úr Kvískerjasjóði 2021 til að kortleggja suðurhlíðar Hrútfjallstinda í Öræfum og taka sýni af lykileiningum innan hennar til að bæta skilning á eldfjalla- og jöklunarsögu svæðisins.

Skoða skýrslu

Stafafura (Pinus contorta) í Austur-Skaftafellssýslu

Náttúrufræðistofnun Íslands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2021 til að kortleggja útbreiðslu stafafuru í Austur-Skaftafellssýslu og meta ágengni hennar á svæðinu.

Skoða skýrslu

GPS merking á helsingja

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2021 til að setja GPS senda á tvo helsingja í Kvískerjalandi til að fylgjast með hegðun og farleiðum þeirra.

Skoða skýrslu

Mælivörður á Breiðamerkursandi

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2019 til að staðsetja og skrá mælivörður á Breiðamerkursandi.

Skoða skýrslu  Skoða grein

Svartijökull - flóðfarvegur jökulhlaups í kjölfar Öræfajökulsgoss 1727

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að skoða flóðfarveg jökulhlaupsins í kjölfar Öræfajökulsgossins 1727.

Skoða skýrslu

Varpárangur skúms á Breiðamerkursandi

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2019 til að skoða varpárangur skúms á Breiðamerkursandi sumarið 2019.

Skoða skýrslu

GPS mælingar á jarðskorpuhreyfingum við Öræfajökul

Ásta Rut Hjartardóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að rannsaka jarðskorpuhreyfingar við Öræfajökul með GPS mælingum. Slíkar mælingar höfðu þá ekki verið gerðar síðastliðin 12 ár og brýnt að uppfæra mælingarnar og kanna hvort kvika sé að safnast fyrir í kvikuhólfi Öræfajökuls.

Skoða skýrslu

Úttekt á jarðminjum í Skaftafellsþjóðgarði

Skaftafellsþjóðgarður hlaut styrk árið 2006 til að gera úttekt á jarðminjum þjóðgarðsins með tilliti til verndargildis þeirra.

Skoða skýrslu

Þróun aðferða til að efla þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku sjálfbærrar ferðamennsku

Rannveig Ólafsdóttir prófessor við HÍ og Þorvarður Árnason Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að þróa aðferðir til að efla þátttöku íbúa í skipulagningu framtíðar ferðamennsku á jökulsvæðum m.t.t. aukins fjölda ferðamanna og breyttra loftlagsaðstæðna og sjálfbærrar ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði og nýtingu sjálfbærnivísa í skipulagningu og stjórnun.
Verkefnið er hluti af stærra NPA verkefni sem beinir sjónum að því að þróa aðferðir til að auðvelda og efla þátttöku almennings í ákvarðanatöku varðandi landnotkun. 

Skoða skýrslu

Áhrif Vatnajökuls á veður og veðurfar

Hálfdán Ágústsson hjá Reiknistofu í veðurfræði hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta líklegar breytingar á staðbundnum vindum og vindafari við suðaustanverðan Vatnajökul, miðað við ætlaðar breytingar á umfangi jökulsins vegna hlýnunar á loftslagi.

Skoða skýrslu

Jökulhlaup af völdum eldgosa í Öræfajökli

Matthew James Roberts, Veðurstofu Íslands, hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til að útvíkka rannsóknir Sigurðar Björnssonar á upptökum, rennslisleiðum og landfræðilegum áhrifum jökulhlaupa úr Öræfajökli 1362 og 1727.

Skoða skýrslu

Landslag og jöklar í nágrenni Kvískerja við landnám

Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson hjá Jarðvísindastofnun HÍ hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til íssjármælinga á Kvíár-, Fjalls- og Hrútárjökli.

Skoða skýrslu
Grein birt í Jökli 

Eyðibýli í Austur-Skaftafellssýslu

Gísli Sverrir Árnason og samstarfshópur um verndun og nýtingu eyðibýla á Íslandi hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að hefja verkefnið Eyðibýli á Íslandi þar sem skoðað var hvort hægt væri, í samstarfi við eigendur, ferðaþjónustu, varðveisluaðila og fl., að gera upp valin eyðibýli í sveitum og nýta í ferðaþjónustu.

Skoða skýrslu

Rannsóknir á eyðibýlum undir Salthöfða

Fornleifafélag Öræfa og Forleifafræðistofnan hlutu styrki úr Kvískerjasjóði 2004, 2006 og 2009 til að vinna að uppgreftri á miðaldabýlinu Bæ í Öræfasveit.

Skoða skýrslu
Skoða skýrslu
Skoða skýrslu

Heimildaúttekt á fornum minjum í Öræfum

Elín Ósk Hreiðarsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2009 til heimildaöflunar um þekktar fornleifar og sögustaði í Öræfum og nágrenni

Skoða skýrslu

Samspil náttúruverndar og ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði

Arnþór Gunnarsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2008 til að greina annars vegar viðhorf og áherslur ríkisvaldsins og hagsmunaaðila á sviði náttúruverndar og hins vegar viðhorf og áherslur heimamanna, einkum á Suðursvæði og Norðursvæði varðandi stofnun og skipulag Vatnajökulsþjóðgarðs.

Skoða skýrslu

Áhrif landgræðsluaðferða, lúpínu og áburðargjafar/sjálfssáningar, á dýralíf á Íslandi

Brynja Davíðsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta áhrif mismunandi landgræðsluaðferða, lúpínusáningar og áburðardreifingar/sjálfgræðslu á dýralíf, einkum fugla og liðdýr.

Skoða skýrslu 

Hámarksútbreiðsla Vatnajökuls í lok Litlu ísaldar

Snævarr Guðmundsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kanna hve umfangsmikill Vatnajökull var í hámarksútbreiðslu í lok 19. aldar. Verkefnið breyttist svo í Hámarkútbreiðsla Breiðamerkurjökuls.

Skoða grein Skoða M.Sc verkefni

Staðbundin óveður við Kvísker í Öræfum

Hálfdán Ágústsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2007 til að rannsaka staðbundin óveður við Kvísker í Öræfum en þau eru tíð og afar hvass vindur veldur m.a. regluglega truflunum á umferð um þjóðveginn.

Skoða skýrslu

Tengsl loftslags- og jöklabreytinga suðaustan í Vatnajökli

Hrafnhildur Hannesdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árin 2007 og 2008 til að kanna viðbrögð skriðjökla í Austur-Skaftafellssýslu við loftslagsbreytingum.

Skoða skýrslu

Hámarksútbreiðsla Kvískerjajökla í lok litlu ísaldar

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að taka saman upplýsingakort sem sýnir jöklabreytingar Kvískerjajökla á 19. og 20. öld og rúmmálsbreytingar á þessum hluta Öræfajökuls.

Skoða skýrslu    Skoða grein

Viðhald og rekstur á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að halda úti fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum á hverju ári og viðhalda þeim rannsóknum sem hófust fyrir nokkru síðan á Kvískerjum.

Skoða skýrslu

Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi

Dr. Bryndís Marteinsdóttir, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Dr. Kristín Svavarsdóttir hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að fylgjast með langtímaáhrifum beitarfriðunar á sjálfgræðslu sandsins.

Skoða skýrslu

Uppgræðsla með staðargróðri á Skaftafellsheiði í Öræfum

Járngerður Grétarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að prófa aðferðir við endurheimt staðargróðurs í nágrenni gönguleiðar á Skaftafellsheiði í Vatnajökulsþjóðgarði. 

Skoða skýrslu

Rannsóknir á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði

Jóhannes Sturlaugsson og Gísli Karl Ágústsson hjá Laxfiskum ehf. hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2005 til rannsókna á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði, afla grunnupplýsinga um ferðir og fæðu sjóbirtings með hliðsjón af eiginleikum fiskanna og árstíma.

Skoða skýrslu

Skráning menningarminja í Öræfasveit

Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að skrásetja og ljósmynda muni frá fyrri hluta 20. aldar sem eru í eigu íbúa í Öræfum. Markmiðin með skráningunni var að rannsaka hvert umfang gamalla hluta er í Öræfasveit, skrá þá í gagnagrunn Byggðasafnsins á Höfn og taka viðtöl við eigendur hlutanna.

Skoða skýrslu

Aldursgreining gróðurleifa við Breiðamerkurjökul

Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2013 til að vinna að aldursgreiningu á gróðurleifum í setlagi sem fannst í jökulaur fyrir framan Breiðamerkurjökul sumarið 2012.

Skoða skýrslu

Rannsókn og miðlun á fornum minjum í landi Kvískerja

Elín Ósk Hreiðarsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kortleggja og skrá fornleifar í landi Kvískerja. Markmið verkefnisins var að dýpka þekkingu á fornleifum og sögu Kvískerja með því að skrá og hnitsetja alla þekkta minjastaði og lýsa þeim, teikna upp rústir og taka ljósmyndir og jafnframt að meta ástand minja í landi Kvískerja og þá hættu sem í sumum tilfellum kann að þeim að steðja.

Skoða skýrslu

Útdráttur: Farleiðir og vetrarstöðvar skúma á Breiðamerkursandi eftir Ellen Magnúsdóttur.

Á undanförnum árum hafa verið þróaðir gagnaritar sem opnað hafa fyrir möguleika á því að rannsaka ferðir sjófugla að vetrarlagi en þekking okkar á ferðum og vetrarvistfræði sjófugla er afar brotakennd. Skúmurinn (Stercorarius skua) er sjófugl sem á höfuðstöðvar sínar hérlendis á söndum A-Skaftafellssýslu.

Skoða útdrátt

Síðast uppfært: 8.11.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta