Hoppa yfir valmynd

Úthlutun ársins 2007

Eldgos í Öræfajökli 1362.

Dr. Ármann Höskuldsson við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, kr. 500.000,-

 Rannsóknir á framgangi eldgossins í Öræfajökli 1362 voru hafnar sumarið 2006 í tengslum við uppgröft eyðibýlisins Bæjar í Öræfasveit. Rannsóknin beinist að því að skilja hvernig eldgosið 1362 gekk fyrir sig með því að fara vel í gegnum lagsyrpur sem hafa myndast í eldgosinu til þess að átta sig á framgangi gossins. Sigurður heitinn Þórarinsson og Kvískerjabræður hafa unnið mikið afrek í að staðsetja og skrá útbreiðslu gosefna. Sú vinna mun nýtast vel við þessar rannsóknir. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við Bjarna F. Einarsson, Fornleifafræðistofunni ehf.

Munnleg hefð.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar í samstarfi við Háskólasetur á Hornafirði og Árnastofnun, kr. 450.000,-

 Verkefnið felst í því að rita upp af hljóðsnældum upptökur af frásögnum, söngvum og viðtölum við einstaklinga úr Austur-Skaftafellssýslu, en mikill fjöldi af hljóðsnældum með þessu efni eru geymdar í skjalageymslum Héraðsskjalasafns Austur-Skaftafellssýslu og á Árnastofnun. Efni þetta mun án efa varpa skýrara ljósi á líf fólks í sýslunni, styrkja mjög sjálfsmynd heimamanna og tilfinningu þeirra fyrir umhverfi sínu og menningarlandslagi. Meginmarkmið verkefnisins er að sá mikli fróðleikur sem hér um ræðir verði aðgengilegur fræðimönnum, almenningi og skólafólki í sem fjölbreytilegustu formi og með margvíslegum leitarmöguleikum.

Staðbundin óveður við Kvísker í Öræfum.

Hálfdán Ágústsson jarðeðlisfræðingur og doktorsnemi, kr. 400.000,-

 Í verkefninu verða rannsökuð staðbundin óveður við Kvísker í Öræfum. Óveðrin eru tíð og afar hvass vindur veldur m.a. reglulega truflunum á umferð um þjóðveginn. Mælingar á veðri ásamt lofthjúpsreikningum í þéttriðnu neti verða notaðar til að greina eðli óveðranna og varpa ljósi á mikilvæga þætti í myndun þeirra. Ætla má að samspil lofthjúpsins og fjalla leiki hér lykilhlutverk, en þó er t.d. ekki ljóst á hvaða kvarða landslagið er mikilvægast eða hvernig veðrakerfi eru algengust í óveðrunum.

Tengsl loftslags- og jöklabreytinga suðaustan í Vatnajökli.

Hrafnhildur Hannesdóttir jarðfræðingur og doktorsnemi, kr. 700.000,-

Ísland er á mörkum kaldra norðlægra og hlýrra suðlægra strauma í lofti og hafi. Gögn um jöklabreytingar á Íslandi eru því mikilvæg vísbending um hnattrænar loftslagsbreytingar. Skriðjöklar í Austur-Skaftafellsýslu eru á hlýjasta og úrkomumesta svæði landsins, bregðast hratt við breytingum í afkomu og velta í búskap er með því mesta sem gerist á jörðinni. Hvergi hefur sambúð manns og jökuls verið eins náin. Saga jöklabreytinga á fyrri öldum er þar vel skráð, þekking á landslagi undir jöklunum góð og aðstæður því einstakar til rannsókna á viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum. Könnun á viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum er mikilvæg í hnattrænu tilliti og aðstæður á rannsóknarsvæðinu góðar til slíkra rannsókna. Upplýsingar um breytingar í afrennsli, á legu árfarvega og framburði nýtast við skipulag landnýtingar á svæðinu.

Landnám smádýra í jökulskerjum.

María Ingimarsdóttir líffræðingur og doktorsnemi, kr. 410.000,- 

 Styrkurinn er til kaupa á sjálfvirkri veðurstöð, sérhannaðri til nota við erfiðar aðstæður t.d. á jöklum. Markmið rannsóknarinnar eru að ákvarða þær breytingar sem verða á tegundasamsetningu, þéttleika og fjölbreytni smádýra í og á jarðvegi við framvindu á landi sem kemur undan jökli. Og að ákvarða hvort og þá að hvaða leyti jökull hindrar landnám smádýra á nýju landi. Samstarfsaðili hennar að verkefninu er Hálfdán Björnsson á Kvískerjum. Kvískerjabræður hafa í gegnum tíðina skráð hjá sér helstu breytingar á jöklinum og því er þeim að þakka að aldur þriggja jökulskerja er þekktur. Kárasker er talið komið upp úr jökli nálægt 1935, Bræðrasker árið 1961 og Maríusker 2000.

Jökla-, vatna-, jarðefna og örverufræðileg rannsókn á Skaftárkötlum.

Dr. Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur og Dr. Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur, kr. 540.000,- 

Styrkurinn er til kaupa á nýjum hitanemastreng. Stöðuvötnin undir ísþekju Vatnajökuls hafa á undanförnum árum vakið aukna athygli vísindamanna á ýmsum fræðisviðum m.a. í tengslum við áhuga á sýnasöfnun úr Vostokvatninu og öðrum stöðuvötnum undir Suðurskautslandinu. Grímsvötn eru þekktust stöðuvatnanna undir Vatnajökli og jökulhlaupin sem þar eiga upptök sín hafa haft mikil áhrif á náttúrufar og mannlíf í Skaftafellssýslum. Almennt er nú álitið að rennslisferlar Skaftárhlaupa verði ekki skýrðir með þeim fræðilegu líkönum sem beitt hefur verið til að skýra hegðun flestra Grímsvatnahlaupa. Hiti hlaupvatns við upphaf hlaupa er mikilvægur þáttur og nauðsynlegt að afla gagna um hann

Síðast uppfært: 2.6.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta