Tegundir styrkja
Hægt er að sækja um sex tegundir styrkja ;
- almenna verkefnastyrki vegna aðgerða sem styðja markmið LIFE-áætlunarinnar (SAP),
- sértæka styrki vegna áætlana um náttúru (SNAP),
- styrki vegna innleiðingar stefnu eða aðgerðaáætlunar um loftslags-og umhverfismál (SIP),
- styrki til að auka tæknilega getu og þekkingu (TA),
- styrki til annarra aðgerða sem styðja markmið LIFE-áætlunarinnar (OAG) og
- rekstrarstyrki fyrir óhagnaðardrifin félagasamtök sem starfa að umhverfis- og/eða loftslagsmálum og taka þannig þátt í þróun, innleiðingu og eftirfylgni aðgerða í samræmi við markmið ESB í þessum málaflokki (OG).
Nánar má lesa um tegundir styrkja á vef LIFE-áætlunarinnar.
Sjá kynningarefni (á ensku):
Sjá einnig:
Af vef LIFE-áætlunarinnar
Umsóknarferlið
LIFE-áætlunin
Síðast uppfært: 22.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.