Hoppa yfir valmynd

Umsóknarferlið

Sótt er um styrkina í gegn um styrkja- og útboðsgátt ESB. Allir lögaðilar, sem staðsettir eru innan EES geta sótt um styrki, bæði einkaaðilar og opinberir aðilar. Við mat umsókna er m.a. lögð áhersla á að verkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, bæði innanlands og í Evrópu. Bent er á að í ofangreindri umsóknargátt er mögulegt að finna samstarfsaðila fyrir verkefni sem áhugi er á að sækja um styrki vegna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að um er að ræða samkeppnissjóð sem leggur áherslu á vandaðar umsóknir sem uppfylla öll skilyrði LIFE-áætlunarinnar.

Áhugasömum er bent á ítarlegt kynningarefni um LIFE-áætlunina sem birt var samhliða því að styrkirnir voru auglýstir. Þá er hægt að skoða ítarlega kynningu á styrkja- og útboðsgáttinni sem fram fór 27. maí og er ætluð þeim sem ekki hafa nýtt sér hana áður.

Umsóknarfrestur vegna rekstrarstyrkja fyrir félagasamtök er til 28. september 2021. 

Umsóknarfrestur vegna verkefnastyrkja er misjafn eftir því um hvers kyns styrk er að ræða. Algengt er að umsóknarfrestur sé til 30. nóvember 2021. Þetta á ekki við um verkefnastyrki fyrir svokölluð Strategic Nature Projects (SNAP) og Strategic Integrated Projects (SIP) en umsóknarferlið vegna þeirra er tvíþætt; í fyrstu er kallað eftir lýsingu á verkefnum (concept note) á ensku. Að lokinni yfirferð þessara lýsinga fer fram forval matsnefndar á því hvaða umsækjendum er boðið að senda inn fulla umsókn. Frestur til að senda inn lýsingar vegna slíkra verkefna er til 19. október 2021. Hægt er að sækja um styrki vegna undirbúnings lýsinga og er frestur til að sækja um slíka undirbúningsstyrki til 22. september 2021. Þá er umsóknarfrestur um styrki vegna orkuskiptaverkefna til. 12. janúar 2022.

Í öllum tilfellum er umsóknarfrestur til kl. 17:00 að Brusseltíma þann dag sem frestur rennur út. 

Sjá kynningarefni (á ensku):

 Umsóknarferlið

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta