Umhverfismál
Maðurinn hefur ýmis konar áhrif á umhverfi sitt. Almenn neysla, atvinnustarfsemi, bygging húsnæðis, matvælaframleiðsla, úrgangur og annað sem tilheyrir daglegu lífi og starfi mannsins leiðir til margvíslegra áhrifa á jarðveg, vatn, andrúmsloft, lífríki, landslag og annað í umhverfi okkar. Nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi yfirsýn yfir þessa áhrifaþætti og grípi til viðeigandi ráðstafana til að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum þessara þátta á umhverfi og náttúru.
Umhverfismálin eru því margþætt og ná til málaflokka á borð við mengunarmál, meðhöndlun úrgangs, loftgæða, stjórnar vatnamála og umhverfisvöktunar svo fátt eitt sé nefnt.
Helstu lög um umhverfismál og náttúruvernd má finna undir kaflanum Umhverfismál í lagasafni Alþingis
Reglugerðir sem falla undir þessi lög má finna á reglugerd.is
UMHVERFISMÁL
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.