Hoppa yfir valmynd

Loftgæði

Fátt er manninum jafn nauðsynlegt og gott loft. Loftgæði á Íslandi eru almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.

Ein helsta orsök þess að efni fara yfir mörk er veðurfar. Sem dæmi má nefna að á þurrum vetrardögum í hægum vindi getur safnast upp loftmengun yfir höfuðborgarsvæðinu t.d. vegna uppþyrlunar göturyks. Einnig geta vindasamir dagar þeytt upp þurrum jarðvegi á hálendinu sem hefur á stundum leitt til mikillar svifryksmengunar á Suðurlandi og jafnvel enn fjær uppsprettunum svo sem á höfuðborgarsvæðinu. Ástæður mikillar loftmengunar geta þannig verið margar og ólíkir áhrifaþættir ýta undir slíka mengun.

Vöktun og eftirlit með loftgæðum er að mestu á höndum Umhverfis- og orkustofnunar sem m.a. rekur mælistöðvar á völdum stöðum um landið en einnig hafa heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skilgreint hlutverk við vöktun og eftirlit með loftgæðum. Upplýsingar um loftgæði eru birtar á vef Umhverfisstofnunar í því skyni að tryggja að nýjustu upplýsingar um loftgæði séu aðgengilegar almenningi hverju sinni. Sum heilbrigðiseftirlitssvæði og sveitarfélög birta einnig slíkar upplýsingar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 16.1.2025
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta