Hoppa yfir valmynd

Meginatriði Árósasamnings

Réttinn til aðgangs að upplýsingum og gögnum stjórnvalda er að finna í upplýsingalögum. Þar er einnig sérstakur kafli um aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Synji stjórnvald beiðni um aðgang að upplýsingum er heimilt að bera hana undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar þá um ágreininginn.

Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum einnig skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að mengun geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks og dýra.

Þátttaka í ákvarðanatöku í umhverfismálum

Þátttaka almennings og annarra hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum er tryggð í ýmsum lögum á sviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis, m.a. í skipulagslögum, lögum um umhverfismat áætlana, mat á umhverfisáhrifum og  um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þá eru ákvæði um þátttökuréttindi í öðrum lögum sem heyra undir önnur ráðuneyti, t.a.m. í lögum um um fiskeldi

Auk lögbundins samráðs við almenning er starfrækt Samráðsgátt stjórnvalda á island.is/samradsgatt. Markmið Samráðsgáttarinnar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. Hægt er að senda inn umsagnir við þau mál sem birt eru í Samráðsgáttinni.

Aðgangur að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála var sett á fót til að tryggja aðgang almennings og umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtaka að virku úrræði til endurskoðunar á ákvörðunum stjórnvalda. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta