Hoppa yfir valmynd

Umhverfismál og þátttökuréttindi almennings

Árið 1998 var í borginni Árósum gerður samningur ætlað er að  færa almenningi þátttökuréttindi í umhverfismálum. Samningurinn var gerður á vegum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE). Samningurinn var fullgiltur af hálfu Íslands árið 2011 og er jafnan kallaður Árósasamningurinn.

Forsenda þátttökuréttinda sem samningurinn felur í sér er að fullnægjandi verndun umhverfisins sé nauðsynleg fyrir velferð mannsins og að hann geti notið grundvallarmannréttinda.

Þeim ríkjum sem hafa fullgilt samninginn ber að tryggja almenningi þessi réttindi svo að hann geti haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið.

Með innleiðingu samningsins hér á landi var m.a. sett á fót úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, en þegar var til staðar úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Hvaða réttindi eru þetta?

Þátttökuréttindin eru þríþætt og mæla fyrir um skyldur ríkja til að tryggja:

Samningurinn fjallar ekki um efnisleg réttindi eins og bann/takmörkun á losun tiltekinnar mengunar eða á tilteknum framkvæmdum, heldur um réttindi er varða málsmeðferð. Slík réttindi eru nauðsynleg til að geta raungert hin efnislegu réttindi  sem varða umhverfismál. Samningurinn er því tæki fyrir almenning til að kalla eftir upplýsingum, taka þátt í ákvarðanatöku og krefjast endurskoðunar á málsmeðferð.

Hvað er átt við með umhverfi?

Hugtakið umhverfi ber að skýra í víðtækri merkingu og með rýmri hætti en hugtakið gefur almennt til kynna. Þannig geta mörg mál hjá hinu opinbera (stefnur, reglusetning eða ákvarðanir um framkvæmdir) sem ekki virðast við fyrstu sýn vera mál sem varða umhverfið, einmitt verið mál sem hafa áhrif á umhverfi eða eru líkleg til þess.

Hugtakið umhverfisupplýsingar ber samhliða að túlka á víðtækan hátt og nær ekki einungis til formlegra skjala heldur til upplýsinga sem settar eru fram á ritaðan, sjónrænan, hljóðrænan, rafrænan eða á annan efnislegan hátt.

Hugtakið almenningur nær til eins eða fleiri einstaklinga eða lögaðila og eftir atvikum samtaka þeirra.

Nánar um meginatriði samningsins

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 30.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta