Kuðungurinn
Umhverfisviðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins óskar ár hvert eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á liðnu ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn. Kuðungurinn er jafnan afhentur í tengslum við Dag umhverfisins 25. apríl.
Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum, en Kuðungurinn er ekki veittur fyrir eitt stakt verkefni heldur heildarframmistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við mat á viðurkenningarhöfum er horft til eftirfarandi þátta: Umhverfisstjórnunar, innleiðingar nýjunga í umhverfisvernd, losun gróðurhúsalofttegunda, minni efnanotkunar, lágmörkunar úrgangs, mengunarvarna, umhverfisvænni þróun á vöru eða þjónustu, framlags til umhverfismála, samstarfs í umhverfismálum og vinnuumhverfis.
Tillögur skulu berast umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu eigi síðar en 14. mars 2025, merktar ,,Kuðungurinn" á netfangið [email protected] eða með pósti í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.
Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru:
- 2023 - Sorpa og Bambahús
- 2022 - Gefn og Jáverk
- 2021 - BYKO
- 2020 - Íslandsbanki
- 2019 - Efla, verkfræðistofa
- 2018 - Krónan
- 2017 - Elding Hvalaskoðun
- 2016 - Endurvinnslan
- 2015 - ÁTVR
- 2014 - Landspítali
- 2013 - Kaffitár
- 2012 - Íslenskir fjallaleiðsögumenn
- 2011 - Náttúran.is
- 2010 - Farfuglaheimilin í Reykjavík.
- 2009 - Oddi.
- 2008 - Íslenska Gámafélagið.
- 2007 - Sólarræsting.
- 2006 - Bechtel.
- 2005 - Línuhönnun, varð hluti Eflu verkfræðistofu 2008
- 2004 - Orkuveita Reykjavíkur.
- 2003 - Hópbílar.
- 2002 - Árvakur.
- 2000 - Íslenska álfélagið.
- 1999 - Borgarplast.
- 1998 - Fiskverksmiðja Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.
- 1997 - Olíufélagið.
- 1996 - Fiskverkun KEA í Hrísey.
- 1995 - Prentsmiðja Morgunblaðsins.
- 1994 - Umbúðamiðstöðin, Gámaþjónustan og Kjötverksmiðjan Goði.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.