Hoppa yfir valmynd

Stefnur

Ríki og sveitarfélög hafa unnið, sameiginlega eða á eigin vegum, að ólíkum stefnum sem snerta upplýsingatækni, stafræna umbreytingu og þjónustu. Stefnurnar eru leiðandi fyrir opinbera aðila og styðja þá í þeirri stafrænu umbreytingu sem nútíma þjónusta krefst.

Stafræn stefna ríkis og sveitarfélaga um opinbera þjónustu

Stafræn stefna um þjónustu hins opinbera var gefin út í júlí 2021. Helstu markmið stefnunnar eru:

  1. Aukin samkeppnishæfni
  2. Betri opinber þjónusta
  3. Öruggari innviðir
  4. Nútímalegra starfsumhverfi

Stafræn stefna um opinbera þjónustu á Ísland.is ásamt aðgerðum og mælikvörðum.

Stefna um skýjalausnir

Öryggis- og þjónustustefna um hýsingarumhverfi var gefin út í júní 2022. Samhliða henni var gefin út aðgerðaáætlun. Öryggisflokkun gagna ríkisins styður jafnframt við aukna notkun skýjalausna. Helstu markmið stefnunnar eru.

  1. Aukið öryggi
  2. Betri þjónusta sem er skilvirk og hröð
  3. Meiri nýsköpun

Öryggis- og þjónustustefna um hýsingarumhverfi á Ísland.is

Aðgerðaáætlun stefnu

Strategic cloud policies of the Icelandic government á Ísland.is

Tæknigrunnur Azure skýjaþjónusta, útgáfa 1.0

Tæknigrunnur AWS skýjaþjónusta, útgáfa 1.0

Netöryggisstefna

Netöryggisstefna Íslands fyrir árin 2021-2036 var gefin út í nóvember 2021. Helstu markmið stefnunnar eru:

  1. Afburða hæfni og nýting á netöryggistækni
  2. Öruggt netumhverfi

Netöryggisstefna Íslands fyrir árin 2021-2036
Aðgerðaáætlun stefnu

Gervigreind

Stefna Íslands um gervigreind var gefin út í apríl 2021. Helstu markmið stefnunnar eru að stuðla að því að Ísland hafi sterkan og sameiginlegan siðferðislegan grundvöll fyrir þróun og nýtingu gervigreindar, byggðan á góðri þekkingu á tækninni og þeim öryggisáskorunum sem henni fylgja.

Stefna Íslands um gervigreind

Gagnastefna

Unnið er að heildstæðri gagnastefnu fyrir Ísland. Fyrsta skrefið var birting öryggisflokkunar gagna ríkisins (e. Data Security Classification).

Fréttatilkynning um öyggisflokkun gagna ríkisins

Öryggisflokkar gagna ríkisins - útgáfa 1.3

Síðast uppfært: 30.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta