Utanríkisráðuneytið
Brýnt að efla eigin getu og varnarsamvinnu
27.02.2025Mikilvægi þess að Ísland efli enn frekar samstarf sitt við bandalagsríki og styrki eigin getu til að...
Ísland tekur virkan þátt í störfum alþjóðastofnana og á í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Hlutverk utanríkisþjónustunnar er að viðhalda traustum alþjóðatengslum, gæta hagsmuna Íslands og tryggja að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi. Með aðild að alþjóðasamningum, alþjóðlegu regluverki og dómstólum, tekst Ísland á hendur skyldur, en nýtur jafnframt réttinda sem geta skipt miklu um þjóðarhag.
Utanríkisráðuneytið vinnur að hagsmunum Íslands, hvort heldur er til að tryggja rétt til ábyrgrar auðlindanýtingar eða stunda ábyrga stefnu í loftslagsmálum og umhverfisvernd. Með því að tryggja aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun eru hagsmunir íslenskra fyrirtækja, neytenda og einstaklinga hafðir að leiðarljósi. Stutt er við markaðsstarf erlendis og íslensk menning og listir kynnt í sendiráðum víða um heim.
Árið um kring gætir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins svo hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara erlendis og aðstoðar þá t.d. þegar slys eða andlát ber að höndum.
Verkefni á sviði utanríkismála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Utanríkismál
Ísland tekur virkan þátt í störfum alþjóðastofnana og á í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Hlutverk utanríkisþjónustunnar er að viðhalda traustum alþjóðatengslum, gæta hagsmuna Íslands og tryggja að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi. Með aðild að alþjóðasamningum, alþjóðlegu regluverki og dómstólum, tekst Ísland á hendur skyldur, en nýtur jafnframt réttinda sem geta skipt miklu um þjóðarhag.
Utanríkisráðuneytið vinnur að hagsmunum Íslands, hvort heldur er til að tryggja rétt til ábyrgrar auðlindanýtingar eða stunda ábyrga stefnu í loftslagsmálum og umhverfisvernd. Með því að tryggja aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun eru hagsmunir íslenskra fyrirtækja, neytenda og einstaklinga hafðir að leiðarljósi. Stutt er við markaðsstarf erlendis og íslensk menning og listir kynnt í sendiráðum víða um heim.
Árið um kring gætir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins svo hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara erlendis og aðstoðar þá t.d. þegar slys eða andlát ber að höndum.
Utanríkisráðuneytið
Mikilvægi þess að Ísland efli enn frekar samstarf sitt við bandalagsríki og styrki eigin getu til að...
Utanríkisráðuneytið, Innviðaráðuneytið
Loftferðasamningur milli Íslands og Georgíu var undirritaður í Reykjavík í dag. Þetta er fyrsti...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.