Einkamál og málaferli erlendis
Borgaraþjónustan getur einungis veitt almenn ráð og leiðbeiningar varðandi málaferli erlendis:
- Aðstoðað við að finna lögmenn og túlka, haft samband við erlend stjórnvöld og hjálpað við að komast í samband við þau.
- Veitt grundvallarupplýsingar um réttarkerfi viðkomandi ríkis en getur þó ekki veitt lögfræðilega ráðgjöf.
Borgaraþjónustan getur ekki greitt fyrir lögfræðikostnað, ferðakostnað eða kostnað við uppihald í tengslum við mál.
Aðstoð vegna forsjármála
Auk áðurnefndrar aðstoðar getur borgaraþjónustan greitt götu íslenskra ríkisborgara hvað varðar forsjármál erlendis sé það ekki á valdsviði íslenskra yfirvalda að úrskurða um forsjána. Í þessu felst m.a. liðsinni við að fylgjast með máli, stimplun og staðfesting íslenskra skjala auk almennrar upplýsingaöflunar í tengslum við mál.
Borgaraþjónustan getur þó ekki veitt aðstoð við aðgerðir sem ekki samræmast lögum, t.a.m. komið barni aftur heim til Íslands þegar slíkt hefur verið bannað af erlendu stjórnvaldi eða aðstoðað í slíkum aðgerðum.
Í þeim tilvikum sem barn er með tvöfaldan ríkisborgararétt getur reynst erfitt fyrir borgaraþjónustu að beita sér af fullum þunga. Hér má til dæmis nefna tilvik eins og þegar hitt ríkið lítur sem svo á að barn sé eingöngu ríkisborgari þess ríkis.
Í vanda erlendis
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.