Alþjóðamál
Virðing fyrir þjóðarétti og fjölþjóðasamvinna eru smáum herlausum ríkjum eins og Íslandi afar mikilvæg. Hlutverk utanríkisþjónustunnar er að viðhalda traustum alþjóðatengslum, gæta hagsmuna Íslands í hvívetna og tryggja að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi. Ýmsar skyldur felast í aðild Íslands að alþjóðasamningum, alþjóðlegu regluverki og dómstólum en jafnframt réttindi sem geta skipt miklu um þjóðarhag.
Að undanförnu hefur verið vegið að fjölþjóðakerfinu sem reist er á þessum sömu gildum. Ísland skipar sér í framvarðasveit þeirra ríkja sem standa vilja slá skjaldborg um alþjóðalög og grunngildi mannréttinda, frelsis og lýðræðis, og leggja íslensk stjórnvöld sitt af mörkum í því augnamiði. Stuðningur við Úkraínu er hér lykilþáttur.
Náið samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og sterk tengsl við einstök bandalagsríki eru grundvallarþáttur í utanríkisstefnu Íslands og framkvæmd hennar. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana beita íslensk stjórnvöld sér í þágu virðingar fyrir alþjóðalögum, mannréttinda, jafnréttis, friðsamlegra lausna og sjálfbærrar þróunar, þ.m.t. loftslagsmála og hafmála. Þá hefur Ísland mikilla hagsmuna að gæta á norðurslóðum, bæði hvað varðar öryggi og varnir landsins og sjálfbærni svæðisins.
Nánar er fjallað um alþjóða- og utanríkismál í árlegri skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis og í umfjöllun um einstaka málaflokka á vef Stjórnarráðsins.
Fréttir
- UtanríkisráðuneytiðReglulegur samráðsfundur um tvíhliða samskipti Íslands og Grænlands 17. janúar 2025
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins 16. janúar 2025
Alþjóðamál
Sjá einnig:
Lög, reglugerðir og áhugavert efni
Um utanríkismál á samfélagsmiðlum
Utanríkisráðuneytið á Twitter
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.