Arctic Youth Conference 2025 - styrkir
Arctic Youth Conference er haldin í Tromsø í Noregi, dagana 24.-26 janúar 2025. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Arctic Frontiers-ráðstefnuna sem fer fram í beinu framhaldi þar á eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem ungmennaráðstefna er haldin til hliðar við Arctic Frontiers og er þetta sérstakt verkefni norsku formennskunnar í Norðurskautsráðinu sem vonast er til að verði að árlegum viðburði.
Utanríkisráðuneytið hyggst styrkja þrjá þátttakendur á aldrinum 18-30 ára til þátttöku, en styrkveitingin fellst í því að ráðuneytið mun endurgreiða flug og gistingu viðkomandi, gegn kvittunum eftir að ráðstefnu lýkur. Ekkert gjald er á ráðstefnuna.
Styrkhæfi
Þáttakendur skulu vera á aldrinum 18-30 ára og hafa tök á að sitja alla ráðstefnuna (fljúga til Tromsö 23. janúar og aftur heim 27. janúar 2025).
Til að sækja um styrkinn þarf að senda neðangreind gögn á [email protected], fyrir lok mánudags 25. nóvember 2024:
· Kynningarbréf, mest ein blaðsíða.
· Ferilskrá.
Nánari upplýsingar um Arctic Youth Conference má finna hér.
Spurningar má senda á [email protected].
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.