Hoppa yfir valmynd

Fjölþjóðleg tækifæri

Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki hjá alþjóðastofnunum

Eftirspurn er eftir ráðgjöf og þjónustu íslenskra fyrirtækja inn í starfsemi alþjóðastofnana (fjölþjóðlegar stofnanir). Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn halda úti umfangsmikilli starfsemi á sviði þróunarsamvinnu og kalla eftir aðkomu frá aðildarríkjum á borð við Ísland í gegnum eftirfarandi leiðir.

Ráðgjafalistar Alþjóðabankans og annarra stofnana

No image selected

Íslensk fyrirtæki og sjálfstætt starfandi ráðgjafar geta teflt fram ráðgjöfum í verkefni víða um heim og öðlast um leið reynslu og færni í alþjóðlegu samstarfi. Nánari upplýsingar um ráðgjafalistana og skráning á þá.

Fjölmörg tækifæri eru fyrir íslensk fyrirtæki að bjóða upp á ráðgjöf og lausnir inn í verkefni á vegum Alþjóðabankans um allan heim.

Íslandsstofa er tengiliður einkageirans við Alþjóðabankann (World Bank Private Sector Liason) og veitir upplýsingar um tækifæri sem íslenskum fyrirtækjum bjóðast.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Heimstorgsins, [email protected]

Sala á vöru og þjónustu til Sameinuðu þjóðanna

 

Innkaupastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðsett er í Kaupmannahöfn annast innkaup á vöru og þjónustu sem nemur 20 milljörðum bandaríkjadala á ári fyrir allar 39 stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Íslensk fyrirtæki geta skráð sig á markaðstorg Sameinuðu þjóðanna og fylgst með nýjum útboðum. Hægt er að skrá sig á tilkynningaþjónustu gegn hóflegu gjaldi, en samkeppnin er hörð og þarf að ganga hratt og örugglega til verks. Heimstorg Íslandsstofu getur þjónustað fyrirtæki sem áhuga hafa á þessu tækifæri. Ísland selur nú fyrir um tvær milljónir bandaríkjadala til stofnana Sameinuðu þjóðanna en til samanburðar selja dönsk fyrirtæki vöru og þjónustu sem nemur fjórum milljörðum bandaríkjadala. Nánari upplýsingar og skráning á vef markaðstorgsins.

Bankar og lánastofnanir fyrirtækja í þróunarsamvinnu

No image selected

NEFCO – Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið

NEFCO (Nordic Environment Finance Corporation) í Helsinki styður norræn fyrirtæki í alþjóðlega verkefnum sem skila umhverfisvænum ávinningi utan Norðurlanda. Hægt er að fá lán á markaðskjörum og hámarksfjárhæð til einstakra verkefna eru 5.000 evrur og jafnframt er veitt hlutafé allt að 35% eiginfjár. Verkefni verða að hafa jákvæð umhverfisáhrif, byggjast á viðurkenndri tækni (ekki frumkvöðlaverkefni), hafa hagkvæman umhverfiskostnað og styðja við norrænar áherslur í umhverfismálum. Nánari upplýsingar veitir Þórhallur Þorsteinsson, forstöðumaður hjá Nefco.

No image selected

NOPEF – Norræni Verkefnaútflutningssjóðurinn 

Markmið NOPEF (Nordic Project Fund) í Helsinki er að styðja við útrás fyrirtækja utan EES svæðisins, meðal annars stofnun dótturfélaga, samstarf við erlenda aðila (e. joint venture) eða opnun söluskrifstofu erlendis. Hámarksfjárhæð styrkja er EUR 50.000 og hámarkshlutfall af kostnaði er 40%. NOPEF fjármagnar hagkvæmnisathuganir (e. feasilbility study) vegna undirbúnings verkefna utan EES svæðisins, meðal annars vegna stofnunar dótturfélaga, samstarfs við erlenda aðila (e. joint venture) eða opnunar söluskrifstofu erlendis. Nánari upplýsingar veitir Mikael Reims, fjárfestingastjóri Nopef.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta