Hoppa yfir valmynd

Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA)

Almennt 

Hlutverk Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og frjósemisréttindi í þróunarríkjum.

Efst á baugi

Stuðningur Íslands við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) jókst á árinu 2022 í takt við rammasamning og skuldbindingar Íslands í Kynslóð jafnréttis-verkefninu. Stofnunin vinnur að kyn- og frjósemisheilbrigðismálum, aðgengi að mæðravernd og tryggingu frjósemisréttinda. UNFPA er leiðandi í að veita þjónustu við þolendur kynferðisbrota á átakasvæðum og samræmist stefna hans því vel áherslum Íslands í aðgerðabandalaginu gegn kynbundnu ofbeldi í Kynslóð jafnréttis-verkefninu.

Á árinu 2022 gerði Ísland samning við UNFPA um stuðning við samstarfsverkefni UNFPA og UNICEF um upprætingu limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna (FGM). Samningurinn kveður á um framlög til fjögurra ára og samræmist verklagsáherslum Íslands um að veita regluleg og fyrirsjáanleg framlög til áherslustofnana. Samstarfsverkefnið hófst árið 2008 og hefur að markmiði að uppræta FGM í sautján samstarfslöndum þar sem FGM-aðgerðir eru útbreiddar fyrir 2030. Fjórði fasi verkefnisins hófst 2022 en þrátt fyrir umtalsverðan árangur víðsvegar blasir við að markmiðið um upprætingu FGM mun ekki nást. Þá hefur COVID-19 faraldurinn leitt til röskunar á framgangi verkefnisins en FGM, eins og kynbundið ofbeldi almennt, jókst á tímum heimsfaraldursins.

Umfang starfsemi UNFPA er mikið og rekur stofnunin verkefni í 156 löndum. Samstarf Íslands við UNFPA á vettvangi er víðfeðmt og fjölbreytt en stofnunin gegnir lykilhlutverki í þróun- og mannúðaraðstoð í Úkraínu og Afganistan, auk samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta