Átök fyrir botni Miðjarðarhafs
Ísland viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu á grundvelli ályktunar Alþingis frá 29. nóvember 2011 og hefur síðan þá jafnan hvatt til friðsamlegrar lausnar deilunnar á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og virðingu fyrir alþjóðalögum.
Afstaða Íslands til átakanna sem geisað hafa í Mið-Austurlöndum frá árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 hefur grundvallast á skýrri sýn á mikilvægi alþjóðalaga sem og mannúðar.
Ísland fordæmir skilyrðislaust hrottalega hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023 og viðurkennir rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þeim rétti fylgi hins vegar líka skyldur.
Ísland fordæmir öll brot á alþjóða- og mannúðarlögum, þar með talið takmarkanir á aðgengi mannúðaraðstoðar og ónóga vernd óbreyttra borgara í hernaðaraðgerðum Ísraels.
Til samræmis við ályktun Alþingis frá 9. nóvember 2023, hefur Ísland kallað eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, lausn allra gísla, óheftu aðgengi fyrir neyðaraðstoð og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög.
Ísland hefur ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Allar ræður og ályktanir sem Ísland hefur flutt eða tekið undir er að finna neðar á þessari síðu.
Þá hefur afstöðu Íslands verið komið á framfæri við fulltrúa ísraelskra og palestínskra stjórnvalda en íslensk stjórnvöld eiga ekki í neinum samskiptum við fulltrúa Hamas-hryðjuverkasamtakanna sem hófu þessi átök og bera sína ábyrgð.
Ísland styður sjálfstæði alþjóðlegra dómstóla sem hafa átökin til umfjöllunar og mun virða niðurstöður þeirra, meðal annars hefur Ísland kallað eftir því að bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag verði framfylgt.
Ísland styður við sjálfstæði Palestínu, meðal annars með stuðningi við aukna þátttöku ríkisins í störfum Sameinuðu þjóðanna og framfylgd ráðgefandi álits Alþjóðadómstólsins í Haag um ólögmæti hernáms og landtöku Ísraels. Í febrúar á þessu ári skilaði Ísland einnig inn skriflegri greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag í ráðgefandi álitsmáli sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna beindi til dómstólsins, á grundvelli ályktunar sem þar var samþykkt 19. desember 2024, um lagalegar skyldur Ísraels til að tryggja viðveru og starfsemi Sameinuðu þjóðanna, annarra alþjóðastofnana og þriðju ríkja á og í tengslum við hernumin svæði Palestínu. Í greinargerðinni eru undirstrikaðar ófrávíkjanlegar skyldur Ísraels sem hernámsaðila að mannúðarrétti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland stendur eitt að greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag en til marks um ríka áherslu stjórnvalda – og í samræmi við ofangreinda ályktun Alþingis frá 9. nóvember 2023, á að alþjóðalögum sé fylgt í einu og öllu í þágu mannúðar, öryggis almennra borgara og verndar borgaralegra innviða.
Til að koma til móts við þá miklu neyð sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs hefur Ísland aukið stuðning sinn við mannúðarstarf á svæðinu, þar með talið við Palestínuflóttamannaaðstoðina (UNRWA). Ísland væntir þess hins vegar að UNRWA, sem er ómissandi í neyðaraðstoð á Gaza og veitingu grunnþjónustu til Palestínuflóttamanna á Vesturbakkanum og víðar, haldi áfram innleiðingu endurbóta sem Colonna-nefndin svokallaða lagði til í lokaskýrslu úttektar sinnar í apríl. Nefndin var leidd af fyrrum utanríkisráðherra Frakklands, Catherine Colonna, og lagði fram 50 tillögur til að tryggja hlutleysi stofnunarinnar. Ísland hefur ásamt Norðurlöndunum jafnframt fordæmt ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að innleiða í upphafi ársins löggjöf sem gerir stofnuninni nánast ókleift að sinna hlutverki sínu í Palestínu.
Nánari upplýsingar um mannúðarframlög er að finna hér að neðan.
- Eftir að Ísrael hóf hernaðaraðgerðir á Gaza í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-samtakanna tók Ísland, þann 8. desember 2023, ásamt hinum Norðurlöndunum, þátt í bréfi til stuðnings ákalli aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til öryggisráðsins og alþjóðasamfélagsins um tafarlausar aðgerðir til að afstýra mannúðar hamförum og vopnahlés af mannúðarástæðum.
- Í samræmi við ályktun Alþingis 9. nóvember 2023 var Ísland, ásamt 101 ríki, meðflytjandi að ályktun sem meðal annars krafðist tafarlauss vopnahlés af mannúðarástæðum og lögð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna 8. desember en náði ekki fram að ganga.
- Ísland kaus með, og var meðflytjandi að, ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 12. desember 2023 þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza af mannúðarástæðum, framfylgd alþjóðalaga, vernd óbreyttra borgara, tafarlausri lausnar gísla og tryggu mannúðaraðgengi.
- Ísland kaus með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 10. maí 2024 um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum þingsins. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9.
- Ísland, í sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna 2. júlí 2024, kallaði eftir því að Ísrael láti ríkisstjórn Palestínu í té fjármuni sem haldið var eftir vegna stríðsins.
- Ísland hvatti stjórnvöld í Ísrael til þess að virða ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins um lagalegar afleiðingar stefnu og framkvæmdar Ísrael á herteknum svæðum í Palestínu, þar með talið í Austur-Jerúsalem frá 19. júlí sl. Ísland í sameiginlegri norrænni yfirlýsingu 22. október 2024 lýsti yfir þungum áhyggjum af áformum ísraelska þingsins (Knesset) um lagasetningu sem kæmi í veg fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna gæti haldið áfram starfsemi sinni á Vesturbakkanum, í Austur-Jerúsalem og á Gaza. Eftir að ísraelska þingið samþykkti lög um bannaði starfsemi UNRWA var sú ákvörðun fordæmd 29. október 2024 í færslu á X. Fastafulltrúi Íslands flutti einnig sameiginlegt ávarp fyrir hönd Norðurlandanna á sérstökum fundi í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 6. nóvember um ákvörðun ísraelska þingsins.
- Ísland studdi ályktun Noregs, sem samþykkt var í allsherjarþinginu 19. desember 2024, um að óska eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag um lagalegar skyldur Ísraels til að tryggja viðveru og starfsemi Sameinuðu þjóðanna, annarra alþjóðastofnana og þriðju ríkja á og í tengslum við hernumin svæði Palestínu. Tilefnið er framganga ísraelskra stjórnvalda sem hafa bannað starfsemi UNRWA innan Ísraels sem og bannað samskipti stjórnvalda við stofnunina. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og einstök gjafaríki hafa veitt nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa hernumdu svæðanna sem Ísrael er skylt að þjóðarétti að tryggja. Þar hefur UNRWA gegnt lykilhlutverki. Ísland skilaði jafnframt í febrúar sl. inn greinargerð til Alþjóðadómstólsins vegna vinnu hans að ráðgefandi álitinu og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland stendur eitt að greinargerð til Alþjóðadómstólsins.
- Þá var Ísland meðal 105 ríkja sem lýstu í sérstöku bréfi í október yfir stuðningi við Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar yfirlýsingar utanríkisráðherra Ísrael um að Guterres væri ekki velkominn í Ísrael (persona non gratae). Í bréfinu var áréttað að yfirlýsing ísraelska utanríkisráðherrans græfi undan hlutverki Sameinuðu þjóðanna.
- Ráðherra tók málefni Palestínu upp sérstaklega í ávarpi sínu í vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í lok febrúar og hefur einnig ítrekað lýst afstöðu sinni á samfélagsmiðlum; á X (sjá hér og hér), Facebook og Instagram, sem og í fjölmiðlum.
Þingsályktun Alþingis sem samþykkt var 9. nóvember 2023 kristallar afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að án tafar skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara, jafnt palestínskra sem ísraelskra. Alþingi fordæmir öll ofbeldisverk sem beinast gegn almennum borgurum í Palestínu og Ísrael. Alþingi krefst þess að alþjóðalögum sé fylgt í einu og öllu í þágu mannúðar, öryggis almennra borgara og verndar borgaralegra innviða.
Alþingi fordæmir hryðjuverkaárás Hamasliða á almenna borgara í Ísrael sem hófst 7. október 2023. Alþingi fordæmir sömuleiðis allar aðgerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfarið sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. óheyrilega þjáningu, manntjón, mannfall almennra borgara og eyðileggingu borgaralegra innviða. Brýnt er að öll brot stríðandi aðila á alþjóðalögum verði rannsökuð til hlítar.
Alþingi kallar eftir mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust.
Alþingi felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar og rannsóknar á brotum á alþjóðalögum til að fylgja eftir þeim áherslum sem fram koma í ályktun þessari.“
Heildarframlög til Palestínu námu alls 450 milljónum á árinu 2023 og 510 milljónum það sem af er ári 2024.
Þar af runnu á árinu 2023 alls 225 milljónir króna í viðbótarframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna aukins álags eftir upphaf átaka 7. október. Utan við þessa tölu er fjárveiting að upphæð 15 milljónir króna til Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) vegna aukins rannsóknaálags. Var Ísland meðal hæstu framlagsríkja UNRWA miðað við höfðatölu árið 2023 og hefur haldið áfram að veita viðbótarframlög það sem af er ári 2024. Greiddar voru 110 milljónir í samræmi við nýlega endurnýjaðan rammasamning við stofnunina fyrir tímabilið 2024-2028 og 100 milljónir að auki í viðbótarframlag. Þá voru greidd sérstök framlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) að upphæð 40 milljónir, sem og í Svæðasjóð Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA oPt Humanitarian Fund) að upphæð 40 milljónir, sem bættist við áður ákveðnar 30 milljónir til sjóðsins. Loks voru greiddar 10 milljónir til UNESCO vegna stuðnings við skólabörn, vernd menningarminja og fjölmiðlafrelsis á Gaza.
Ísland hefur um árabil stutt fjórar stofnanir og sjóði Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum, þar á meðal flóttafólki, grunnþjónustu. Auk UNRWA og Svæðasjóðs Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA oPt Humanitarian Fund), hefur framlögum verið veitt til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Með hækkandi kjarnaframlögum til síðastnefndu stofnananna tveggja var framlögum til landsskrifstofa þeirra í Palestínu hætt árið 2024 en framlög til UNRWA hækkuð sem því nemur.
Þá hafa tvenn frjáls félagasamtök á Vesturbakkanum og Gaza hlotið árlegan fjárstuðning frá Íslandi frá árinu 2007. Annars vegar er um að ræða Palestinian Medical Relief Society (PMRS) sem sinnir heilbrigðisþjónustu, hins vegar Women’s Centre for Legal Aid and Counselling (WCLAC) sem sinnir lögfræðiaðstoð, málsvarastarfi og þjónustu á sviði jafnréttismála, sérstaklega í þágu þolenda heimilisofbeldis. Samningar við samtökin tvö voru endurnýjaðir á fyrri hluta árs 2024, en samkvæmt þeim mun Ísland veita 15 m.kr. til hvorra samtaka um sig næstu fimm árin (2024-2028). Í gegnum tíðina hefur stökum framlögum jafnframt verið veitt til mannúðarverkefna á vegum frjálsra félagasamtaka, meðal annars Norwegian Refugee Council (NRC), Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar.
Í upphafi árs gerðist Ísland enn fremur aðili að sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styður við enduruppbyggingu og endurreisn innviða í Palestínu, en frá því í október 2023 hefur sjóðurinn einbeitt sér að mannúðaraðstoð. Gerður var samningur um framlög til fimm ára (2024-2028) um árlegt 400 þúsund dala framlag (u.þ.b. 55 m.kr.) en í ljósi stöðunnar á Gaza var ákveðið að greiða framlög fyrstu tveggja áranna (2024 og 2025) í einu lagi í byrjun árs.
Í ljósi snöggversnandi mannúðarástands í Líbanon frá og með í september 2024, tilkynnti Ísland um samtals 100 m.kr. neyðarframlag frá íslenskum stjórnvöldum, þar af 60 m.kr. til svæðasjóðs á vegum samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (Lebanon Humanitarian Fund í umsjón OCHA) og hins vegar 40 m.kr. viðbótarkjarnaframlag til UNRWA vegna stóraukins álags í Líbanon og Sýrlandi. Framlögin bættust við þegar gritt framlag upp á 60 m.kr. í fyrrnefndan svæðasjóð á árinu, sem upphaflega kom til vegna flóttamannaálags í Líbanon frá Sýrlandi.
Fréttir
- UtanríkisráðuneytiðÍsland beitir rödd sinni í þágu mannúðar og alþjóðalaga fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag28. febrúar 2025
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu stríðið í Úkraínu og átökin í Mið-Austurlöndum05. desember 2024
Ræður og yfirlýsingar
Yfirlýsingar ráðherra á samfélagsmiðlum
Israel’s closure of 6 @UNRWA schools in East Jerusalem threaten the enjoyment by Palestinian children of their 🔑 human right to education. As the occupying power & UN member, Israel has clear obligations to ensure the education of the students and to the mandate of UNRWA.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 12, 2025
A very good meeting with 🇹🇷 @HakanFidan on the margins of the NATO Foreign Ministers Meeting in Brussels. We discussed our countries' good bilateral relations, our common concern regarding the situation in the Middle East, and our firm commitment and support to Ukraine. pic.twitter.com/8PHXyCVO75
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 5, 2025
A good conversation with @prevotmaxime in Brussels on important issues incl. developments regarding world trade, Arctic security & the horrific humanitarian situation in Gaza. I thanked him for 🇧🇪's participation in NATO air policing missions in 🇮🇸 this year. pic.twitter.com/ohaJ1aslJQ
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 4, 2025
Attacking humanitarian workers is a clear violation of International Humanitarian Law, which ultimately results in more suffering for the people they serve. I echo @UNReliefChief Tom Fletcher’s call for answers and accountability for the killings of 15 first responders in Gaza. https://t.co/LtANj9tjx6
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 1, 2025
Thanks for receiving me in lovely Madrid, @jmalbares! Great talk on 🇮🇸 🇪🇸 strong bilateral ties, trade, and tourism, security, Ukraine and Gaza, our coop. in NATO & through the EEA, our priorities as members of the @UN_HRC, incl. gender equality and 🏳️🌈 🏳️⚧️ rights. pic.twitter.com/elzV0SG2zD
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 28, 2025
Shocking news of Israel’s airstrikes in Gaza. There has been too much suffering already; as 🇮🇸conveyed to 🇮🇱 through diplomatic channels. Hostilities must end, humanitarian aid be restored, hostages released. I call on all parties to agree to implement 2nd phase of ceasefire deal
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 18, 2025
Grateful to @UNReliefChief Tom Fletcher for OCHA-Nordic mtg today. Funding landscape for humanitarian assistance is challenging right now, but let us keep eyes on the ball: Saving lives. Appreciated discussion on situation in Gaza & call for urgent resumption of humanitarian aid. pic.twitter.com/EVrMKzPLhS
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 14, 2025
Iceland was among 45 states and int’l organizations to submit a written statement in the #ICJ advisory proceedings on the Obligations of Israel in relation to the Presence and Activities of the UN, Other int’l Organizations & 3rd States in and in rel to the oPt. https://t.co/BbVZWeLzNS
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 12, 2025
Important meeting with @ICRC President Mirjana Spoljaric in Geneva today. ICRC plays a crucial role in upholding international humanitarian law - especially during the worrisome times of conflict that we witness today. Iceland appreciates our long-standing cooperation. pic.twitter.com/5aBBUwVMCh
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
I had a very informative meeting with @PalestinePMO Mohammed Mustafa, along with @PMofIceland. The task ahead is enormous, to provide humanitarian assistance, rebuild Gaza and work towards peace and stability through a two state solution. pic.twitter.com/yoLFu5Pm04
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 15, 2025
Spoke with FM Badr Abdelatty today about our intention to strengthen our bilateral relations. We also discussed the fragile situation in the Middle East & the importance of working towards a two-state solution. pic.twitter.com/7lfL1kAjmA
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 14, 2025
Iceland deeply regrets the entry into force of Israeli laws on @UNRWA. The Agency has never been more needed. Its support is vital for the long awaited Gaza ceasefire, relief for Palestine refugees and stability in the region. UNRWA is irreplaceable.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 1, 2025
As a symbol of unwavering support for @UNRWA, Iceland 🇮🇸 disbursed our annual contribution extra early this year. Grateful to @UNLazzarini & co for their life-saving work under unfathomable pressure. https://t.co/D7rXAmDfj7
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 16, 2025
I wholeheartedly welcome the long-awaited ceasefire in Gaza. Humanitarian access must be ensured and dignity for the people of Gaza restored. I hope the hostages can safely return to their families. But guns going silent is only the first step on a long road to peace & stability.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 15, 2025
Good discussion with @EspenBarthEide today about the wide-ranging common interests of 🇮🇸&🇳🇴, in EEA/EFTA, NATO, the Arctic, & the ever-closer Nordic and Baltic cooperation. We discussed our shared vision on Ukraine and the Middle East, based on intl. law, incl. humanitarian law. pic.twitter.com/FbXkdc3oOx
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 6, 2025
I also spoke with UN Senior Humanitarian and Reconstruction Coordinator for Gaza @SigridKaag to express my concerns. A ceasefire is urgently needed in Gaza & access to humanitarian aid must be improved. We must find a pathway towards a political solution. pic.twitter.com/w2UUT252eH
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 5, 2025
I spoke today with UNRWA Commissioner-General Lazzarini & confirmed Iceland´s early disbursement of funds to the agency, in light of the extreme humanitarian need. 🇮🇸 greatly values the work @UNLazzarini and his staff are doing under very challenging circumstances. pic.twitter.com/zmDmDyTLDs
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 5, 2025
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.