Almennt samstarf
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til 2030. Yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum.
Á grundvelli yfirlýsingarinnar setja Ísland og Bretland sér það markmið að efla tvíhliða og svæðisbundna samvinnu á komandi áratug og beita í þeim tilgangi reglubundnu samráði til að meta árangur, með megináherslu á eftirtalin sjö svið:
- Viðskipti og fjárfestingar
- Sjávarútveg
- Rannsóknir og nýsköpun
- Svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu
- Öryggis- og varnarmál
- Loftslagsbreytingar og norðurslóðir
- Tengsl þjóðanna
Sendiherra Íslands gagnvart Bretlandi og sendiherra Bretlands gagnvart Íslandi er falið það hlutverk að leiða verkefnið til að tryggja að markmiðum sé náð, árangur sé metinn og samstarfið leiði í raun til þess ávinnings sem stefnt er að.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.