Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins.
Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar – mannréttindi, lýðræði og réttarríki – að leiðarljósi.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins er fulltrúum ESB, Sameinuðu þjóðanna og ÖSE ásamt fleirum boðið að ávarpa fundinn.
Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu í nóvember 2022 og mun gegna formennsku þar til í maí næstkomandi. Áhersluatriði Íslands í formennskutíð sinni eru grunngildi Evrópuráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, en að auki er lögð sérstök áhersla á umhverfismál, jafnrétti og réttindi barna og ungmenna.
Formennskan gengur á milli aðildaríkja Evrópuráðsins, en hvert land gegnir formennsku í sex mánuði. Ísland tók við formennskunni af Írlandi og mun afhenda hana Lettlandi á leiðtogafundinum í maí. Það er því í raun tilviljun að Ísland sé í formennsku á umbrotatímum sem þessum.
Leiðtogafundurinn sem verður á Íslandi 16. og 17. maí er fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins, en síðast var haldinn leiðtogafundur í ráðinu árið 2005 í Varsjá, þar áður í Strassborg 1997 og fyrsti fundurinn var í Vín 1993. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu var ljóst að reyna myndi á samstarf og samstöðu innan Evrópu. Evrópuráðið leikur þar stórt hlutverk og fundurinn er hluti af því að styrkja samstöðu aðildarríkjanna og tryggja að ráðið geti áfram unnið að sínum grunngildum innan álfunnar, þ.e. lýðræði, mannréttindum og réttarríki. Á fundinum verður þannig unnið að því að styrkja samstöðu Evrópu með Úkraínu og að treysta stoðir Evrópuráðsins í því að vinna að sínum grunngildum.
Í maí á síðasta ári fór af stað umræða um hvort tímabært væri í ljósi ástands heimsmála að halda leiðtogafund Evrópuráðsins. Ísland lýsti sig reiðubúið til að takast á hendur það verkefni að halda leiðtogafund í Reykjavík ef eftir því yrði óskað. Formleg ákvörðun um að halda fundinn á Íslandi í maí 2023 var svo tekin í ráðherranefnd Evrópuráðsins í nóvember 2022.
Markmið leiðtogafundarins er að niðurstaða hans skipti raunverulegu máli fyrir Úkraínu og ábyrgðarskylda vegna brota Rússlandshers í Úkraínu verði tryggð. Stefnt er að því að koma á fót tjónaskrá þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásarinnar fá það skráð og síðar bætt, en sömuleiðis verður leitað leiða til að draga þau til ábyrgðar sem framið hafa glæpi í Úkraínu. Sömuleiðis eru vonir bundnar við að frá fundinum komi skýrar leiðbeiningar til aðildaríkja um hvernig styðja skuli við lýðræði í aðildaríkjum Evrópuráðsins. Þá standa vonir til þess að fundurinn marki upphaf að vinnu við að mæta ýmsum áskorunum samtímans og framtíðar, til dæmis þegar litið er til mannréttinda, umhverfismála, gervigreindar og stafrænnar þróunar.
Dagskrá fundarins skiptist í grófum dráttum í formlega opnun, hringborð um mismunandi málefni sem tengjast meðal annars niðurstöðuskjali fundarins, vinnukvöldverð sem tileinkaður er Úkraínu og almennar umræður þar sem fulltrúar ríkja flytja sínar ræður. Eftir að umræðum lýkur felur Ísland formlega formennsku í Evrópuráðinu Lettlandi, sem er næsta aðildarríki Evrópuráðsins til að gegna formennsku í ráðinu um sex mánaða skeið. Blaðamannafundur verður haldinn í lok dagskrár leiðtogafundarins.
Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 16. og 17. maí. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Veitingastaðir, kaffihús og söfn verða áfram opin eftir því sem rekstraraðilar ákveða. Sem fyrr verður hægt að ganga í miðbænum á öllum svæðum fyrir utan svæðið merkt í kringum Hörpu.
Þá má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda á þessum dögum og verða áhrifin hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.
Hér má sjá kort af svæðinu sem verður lokað fyrir umferð á meðan á fundinum stendur:
Leiðtogafundur Evrópuráðsins er stærsta verkefni sem utanríkisþjónustan hefur tekist á hendur til þessa. Búist er við um 900 erlendra gesta til landsins auk hundruða erlendra fjölmiðla og enn fleiri koma að fundinum með einum eða öðrum hætti.
Beinn kostnaður við framkvæmd fundarins verður nálægt tveimur milljörðum króna. Að jafnaði lýkur formennsku í Evrópuráðinu með utanríkisráðherrafundi og því hafði verið gert ráð fyrir hluta þessa kostnaðar í tengslum við formennskuna. Umfang leiðtogafundar er þó töluvert meira.
Leiðtogafundurinn kallar á afar víðtækar öryggisráðstafanir. Ríkislögreglustjóri sinnir öryggisgæslu á fundinum og ber ábyrgð á öryggismálum og mati á þörf fyrir gæslu og nauðsynlegum búnað. Íslandi ber skylda til að sinna öryggisgæslu fyrir erlenda leiðtoga í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Nánari upplýsingar um öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins má finna á vef lögreglunnar.
Stærstu útgjaldaliðir utanríkisráðuneytisins varða fundaraðstöðu, tæknimál og kostnað við veitingar. Alþjóðlegur fundur kallar á umtalsverðan kostnað við túlkun og tækni henni tengda auk kostnaðar við aðstöðu fyrir alþjóðlega fjölmiðla. Sá kostnaður nemur um fjórðungi heildarkostnaðar utanríkisráðuneytisins.
Leitað er allra leiða til að halda útgjöldum niðri. Með því að leita tilboða hefur tekist að lækka kostnað umtalsvert frá upprunalegri áætlun.
Erlendar sendinefndir munu bera eigin ferðakostnað, að öðru leyti en akstri, og greiða fyrir eigin hótelgistingu.
Búist er við um 900 erlendum gestum hingað til lands vegna fundarins. Enn er óljóst hversu margir erlendir fjölmiðlamenn munu koma til þess að fjalla um fundinn en talið er að þeir geti orðið á bilinu 300-500 talsins.
Íslensk stjórnvöld keyptu enga bíla vegna aksturs leiðtoga og sendinefnda í tengslum við leiðtogafundinn.
Viðburðarfyrirtæki sem annast tiltekin verkefni við skipulag leiðtogafundarins fyrir hönd utanríkisráðuneytisins aflaði tilboða frá bílaumboðum í leigu bifreiða fyrir leiðtoga sem sækja fundinn. Í samræmi við meginreglur laga um opinber innkaup var gengið að hagkvæmasta tilboðinu. Leigðar verða 42 bifreiðar af bílaumboði til að sinna akstri leiðtoga auk þess sem þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins leggur til 10 bifreiðar ráðuneyta. Þá hafa verið leigðar bifreiðar af nokkrum bílaleigum fyrir akstur sendinefnda.
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðFyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur afhent í dag24. júní 2024
- Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið75 ára afmæli Evrópuráðsins fagnað á ráðherrafundi í Strassborg17. maí 2024
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðTilkynnt um tilnefningar til jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur02. maí 2024
- Dómsmálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðÞriðja úttektarskýrsla GRETA um stöðu mansalsmála á Íslandi26. október 2023
- Mennta- og barnamálaráðuneytiðVel heppnaður fundur menntamálaráðherra Evrópuráðsins í Strassborg12. október 2023
- Forsætisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðÁlyktanir í þágu Úkraínu og lýðræðis samþykktar á leiðtogafundi17. maí 2023
- ForsætisráðuneytiðForsætisráðherra fundaði með kanslara Þýskalands, forseta Frakklands og forsætisráðherra Úkraínu17. maí 2023
- Forsætisráðuneytið, UtanríkisráðuneytiðLeiðtogafundur Evrópuráðsins framundan í Reykjavík12. maí 2023
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðÍsland upp í fimmta sæti á Regnbogakorti ILGA Europe og í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu11. maí 2023
- Menningar- og viðskiptaráðuneytiðLilja fundaði með framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg07. maí 2023
- UtanríkisráðuneytiðLeiðtogafundurinn og formennska Íslands til umræðu á fundi utanríkisráðherra ESB24. apríl 2023
- Utanríkisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðUpplýsingar um götulokanir vegna leiðtogafundar19. apríl 2023
- Mennta- og barnamálaráðuneytiðStýrinefnd Evrópuráðsins um réttindi barna fundar á Íslandi28. mars 2023
- UtanríkisráðuneytiðYfirlýsing utanríkisráðherra ári eftir brottvísun Rússlands úr Evrópuráðinu16. mars 2023
- UtanríkisráðuneytiðStuðningur við Úkraínu og Belarús í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda31. október 2024
- ForsætisráðuneytiðFjórði leiðtogafundur Norðurlandanna og Úkraínu fór fram á Þingvöllum29. október 2024
- UtanríkisráðuneytiðVarnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu sameiginlegar varnir og Úkraínu22. október 2024
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna heimsóttu Úkraínu og Moldóvu17. október 2024
- UtanríkisráðuneytiðRíkjahópur um sprengjuleit og eyðingu í Úkraínu fundar í Reykjavík27. september 2024
- UtanríkisráðuneytiðEnduruppbygging Úkraínu og nýsköpun í þróunarsamvinnu í brennidepli á fundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna18. september 2024
- DómsmálaráðuneytiðDómsmálaráðuneyti leggur til að tímabundin vernd Úkraínubúa verði framlengd10. september 2024
- Utanríkisráðuneytið, ForsætisráðuneytiðSamstaða innan Atlantshafsbandalagsins um áframhaldandi öflugan stuðning við Úkraínu11. júlí 2024
- UtanríkisráðuneytiðMálefni Mið-Austurlanda efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi21. júní 2024
- UtanríkisráðuneytiðNorðurlönd og Eystrasaltsríkin sameinuð í öflugum stuðningi við Úkraínu07. júní 2024
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið fjármagnar sendingu stoðtækja Össurar til Úkraínu04. júní 2024
- UtanríkisráðuneytiðStuðningur við Úkraínu efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins31. maí 2024
- ForsætisráðuneytiðForsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Úkraínuforseta31. maí 2024
- UtanríkisráðuneytiðÁskoranir í alþjóðamálum og 30 ára afmæli EES-samningsins í brennidepli í Brussel29. maí 2024
- Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið75 ára afmæli Evrópuráðsins fagnað á ráðherrafundi í Strassborg17. maí 2024
- UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra ávarpaði málþing í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins14. maí 2024
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.