Hoppa yfir valmynd

EES-verkefni um menningu

Íslenskur ævintýraheimur kynntur fyrir pólskum börnum

Verkefni EES-uppbyggingarsjóðs: Blái hnötturinnMörg íslensk börn kannast við ævintýri Brims, Huldu og hinna barnanna á Bláa Hnettinum. Þökk sé íslensk-pólsku samstarfsverkefni hafa pólsk börn nú einnig tækifæri á kynnast ævintýraheimi Bláa Hnattarins  í Miniatura Borgarleikhúsinu í Gdansk. Uppsetning á leikritinu var fjármagnað í gegnum pólsku menningaráætlun Uppbyggingarsjóðs EES með því markmiði að kynna íslenskar bókmenntir og sviðslistir í Póllandi, og styrkja menningartengsl á milli Póllands og Íslands. Sjálfstæðu Leikhúsin á Íslandi voru samstarfsaðili í verkefninu og tóku virkan þátt í uppsetningunni. Verkefnið er eitt af tveimur pólsku verkefnum sem að samtökin hafa tekið þátt í með stuðning Uppbyggingarsjóðsins á síðustu árum.

Pólskir og íslenskir kraftar sameinast

Verkefnið einkenndist af nánu samstarfi pólskra og íslenskra listamanna. Erling Jóhannesson leikstýrði verkinu en leikmynd og búningar voru í höndum pólska sviðsmyndahönnuðarins Iza Toroniewicz. Tónlistin í verkinu var samin af hljómsveitinni Múm og var flutt af pólskri húshljómsveit Miniatura City.

Samhliða uppsetningunni var íslensk menning kynnt fyrir pólskum almenningi á íslenskri menningarhátíð í Gdansk. Þar á meðal var sýning á verkum Erlu Maríu Árnadóttur myndskreytingalistakonu og hönnuðar, og tónleikar þar sem pólskir tónlistarmenn fluttu íslensk lög, meðal annars eftir Björk, Sigur Rós og múm.

Leikritið var sett á svið fjórtán sinnum í Póllandi í gegnum verkefnið auk þess sem að leikhópurinn ferðaðist til Íslands og flutti verkið bæði í Tjarnarbíói og í Samkomuhúsinu á Akureyri. Sýninging hlaut mikið lof pólskra gagnrýnenda og hefur nú orðið að föstum lið í leikskrá Miniatura Borgarleikhússins.

Mikil íslensk þátttaka í menningarverkefnum 

Leiksýningin Blái hnötturinn í PóllandiVerkefnið er eitt af 23 samstarfsverkefnum á sviði lista og menningar í Pólland sem að íslensk samtök, stofnanir og fyrirtæki tóku þátt í á síðasta fjármögnunartímabili Uppbyggingarsjóðs EES. Ný pólsk menningaráætlun Uppbyggingarsjóðsins mun opna fyrir umsóknir í lok árs 2019 með frekari tækifæri fyrir samstarfsverkefni við pólska aðila.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta